fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Landamæraverðir ósáttir við vaktafyrirkomulag – Ekki það sem lagt var upp með

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. mars 2021 07:58

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil óánægja er meðal landamæravarða á Keflavíkurflugvelli vegna nýs vaktafyrirkomulags sem á að taka gildi 1. maí. Breytingin er tilkomin vegna styttingar vinnuvikunnar. Vöktum verður fjölgað og sumar vaktir styttar úr 12 klukkustundum í sex. Þetta hefur óhagræði í för með sér fyrir starfsfólkið. Að minnsta kosti einn landamæravörður hefur sagt upp störfum og fleiri uppsagnir eru í farvatninu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þórarni Eyfjörð, framkvæmdastjóra kjara- og reksturs hjá stéttarfélaginu Sameyki, að þetta nýja vaktafyrirkomulag sé ekki það sem lagt hafi verið upp með í tengslum við styttingu vinnuvikunnar. Hann sagðist hafa trú á að hægt verði að snúa þessu við fyrir 1. maí þegar breytingin á að taka gildi. Á fjórða tug landamæravarða eru félagsmenn í Sameyki.

Undirbúningur undir styttingu vinnuvikunnar hófst í apríl 2019 og í janúar 2020 var tilkynnt að nýja vaktakerfið yrði tekið upp 1. maí það ár. Því var frestað vegna heimsfaraldursins og hólfaskiptingar sem gripið var til meðal landamæravarða vegna hans.

Fréttablaðið hefur eftir Þórarni að fjölbreytileiki vakta hafi verið eitt af meginmarkmiðunum með styttingu vinnuvikunnar en ætlunin hafi verið að hætta með tólf tíma vaktir sem valdi álagi og hættu á mistökum í starfi. Hann sagði að lengd vakta eigi heldur ekki að fara of langt í hina áttina heldur eigi að skipuleggja þær með eðlilegum hætti. „Átta tímar eru viðmiðið. Í samkomulaginu sem við gerðum á opinbera vinnumarkaðinum er að okkar mati ekki opin heimild fyrir atvinnurekendur til að skipuleggja stubbavaktir,“ sagði hann.

Sameyki hefur gert alvarlegar athugasemdir við skipulag vakta landamæravarða við innleiðingarhóp sem er skipaður fulltrúum atvinnurekanda og stéttarfélaga og er málið til skoðunar þar að sögn Þórarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns