fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Dularfullar og risastórar rukkanir íslenskra lækna afhjúpaðar

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn sjálfstætt starfandi hjartalæknir rukkaði Sjúkratryggingar Íslands um 102 milljónir króna árið 2016, en sú rukkun var 125% hærri en næst hæsta rukkun það árið, sem var upp á 45 milljónir króna. Þetta kemur fram í útdrætti úr umfjöllun Kveiks um málið sem verður sýnd á RÚV í kvöld.

Fram kemur að þessar upplýsingar megi finna í gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands, sem Kveikur hefur undir höndum. Gögn þessi sýna greiðslur allra sjálfstætt starfandi hjartalækna, bæklunarlækna og háls-, nef- og eyrnalækna frá árinu 2016 til 2019.

Fram kemur að mikinn mun megi sjá á milli þessara sérgreina og þar tróni hjartalæknarnir á toppnum.

Sá sem er kallaður Hjartalæknir 1, og rukkaði áðurnefndar 102 milljónir árið 2016, á að hafa séð um 5.500 komur sjúklinga. Samkvæmt gögnunum sá hann um tæpan fjórðung allra óm- og dopplerskoðana og hátt í þriðjung allra áreynsluhjartaritana sem gerðar voru árið 2016. Einnig kemur fram að athugasemdir hafi verið gerðar við reikningsgerð eða innheimtu hans það árið. Þó er ekki vitað hvort hann hafi verið krafinn um endurgreiðslu.

Sá sem er kallaður Hjartalæknir 2, og var næst hæstur, á að hafa séð um komur 2.800 sjúklinga, sem var helmingi minna en hjá Hjartalækni 1.

Þá segir að mögulega hafi Hjartalækni 1 verið tjáð að óeðlilegt þætti að hann tæki að sér svo stóran hluta sjúklinga, meira en helmingi meira en allir aðrir. Árið eftir fækkaði nefnilega sjúklingunum hans um 2.000, og ársgreiðslurnar fóru niður í 69 miljónir króna. Hann var þó enn hæstur og talsvert hærri en næsti læknir.

Fram kemur að ekki megi gefa frekari upplýsingar um þessa lækna, þess vegna er óvitað hvort Hjartalæknir 1 sé eða hafi verið með fjölda starfsmanna hjá sér, eða hvort hann vinni hreinlega svona mikið. Einnig sé ekki hægt að sjá hversu há laun hver læknir greiðir sjálfum sér og hversu mikill arður er tekinn út úr rekstrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“