fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Lagið sem á að skáka Íslandi í Eurovision

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 15:31

Daði Freyr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gærdagurinn var afar afdrifaríkur fyrir Eurovision-heiminn. Fyrir gærdaginn sat Daði Freyr á toppi allra veðbanka með lag sem eftir átti að koma út en í dag sitjum við í þriðja sæti samkvæmt vefsíðunni eurovisionworld.com með 8% sigurlíkur, það sama og Ítalir og Frakkar.

Lögin tvö sem eru fyrir ofan Ísland eru annars vegar lagið „Growing Up is Getting Old“ með söngkonunni VICTORIA en hún kemur til með að keppa fyrir hönd Búlgaríu í keppninni. Lagið kom út seint í gærkvöldi en VICTORIA hefði átt að keppa í lokakeppninni í fyrra sem var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Hún fékk þó sama díl og Daði Freyr og samdi einfaldlega nýtt lag fyrir keppnina. Henni eru gefnar 9% sigurlíkur.

Lagið sem prýðir efsta sætið í dag er framlag Sviss sem einnig var kynnt í gær. Lagið heitir „Tout l’Univers“ sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „Allur alheimurinn“ en lagið er sungið af svissneska-albanska söngvaranum Gjon’s Tears. Hann syngur lagið á frönsku sem er eitt af opinberu tungumálum Sviss. Laginu eru gefnar 12% sigurlíkur og er efst í öllum veðbönkum heims nema hjá SkyBet sem telja Búlgaríu eiga meiri líkur á sigri.

Laginu hans Daða Freys var lekið á netið í gær en það á ekki að koma út formlega fyrr en á laugardaginn. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði í dag að hann telji að lekinn gæti haft eitthvað með veðbanka að gera. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“