fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Síbrotamaður braust inn í hús skáldsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 18:30

Gljúfrasteinn. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síbrotamaður var í morgun dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þrjú brot og rof á skilorði. Maðurinn, sem játaði brot sín, á að baki brotaferil allt aftur til ársins 2006.

Þann 24. febrúar árið 2020 var maðurinn greinilega í ránsleiðangri. Hann braust inn í húsið Gljúfrastein í Mosfellsbæ, fór inn um glugga. Þetta hús lét Nóbelsskáldið Halldór Laxness byggja og bjó þar. Maðurinn náði ekki að stela neinu úr húsi skáldsins því öryggiskerfi fór í gang og hann flúði af vettvangi.

Sama dag fór hinn ákærði með öðrum manni inn í bílskúr á Kjalarnesi og stal þaðan Skyway Luggage ferðatösku, skóm, fótahlífum, bakhlíf og hlífðargalla, allt að óþekktu verðmæti.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa ekið án réttinda og undir áhrifum slævandi lyfja. Það atvik átti sér stað sex dögum fyrir innbrotin.

Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Refsingin er ekki skilorðsbundin. Maðurinn var dæmdur til að greiða um 270 þúsund krónur í málskostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ