fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Bubbi ósáttur með ákvörðun Samfylkingarinnar – „Nú er ákveðið að verðlauna þig með þessum hætti“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 21:00

Bubbi Morthens - Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður BHM, muni leiða Samfylkinguna í Kraganum í komandi Alþingiskosningum. Guðmundur Andri Thorssn, núverandi oddviti flokksins í Kraganum, mun taka annað sætið en hann staðfesti tíðindin á Facebook-síðu sinni í dag.

„Það er mikil upphefð að setjast á þing. Maður er valinn sem fulltrúi fyrir stefnu og flokk sem þúsundir styðja. Þegar ég var beðinn um það árið 2017 að freista þess að endurvinna þingsæti í Kraganum fyrir Samfylkinguna sló ég til. Það tókst með samstilltu átaki þeirra sem gátu ekki hugsað sér að rödd jafnaðarmanna hljómaði ekki á þinginu. Það munaði hársbreidd að það tækist að vinna annað sætið líka,“ segir Guðmundur en ekki eru allir sáttir með breytinguna.

„Ég er gjörsamlega bit“

Bubbi Morthens, einn ástælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, verður seint þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Bubbi tjáði sig um fréttirnar í dag en miðað við orð hans er hann afar ósáttur. „Að færa Guðmundur Andri Thorsson niður um sæti er vægast sagt misráðið,“ segir Bubbi í færslu á Facebook-síðu sinni en Hringbraut vakti athygli á ummælunum.

Þá segir Bubbi að ef þetta verður lokaniðurstaðan í kosningunum þá mun hann færa sitt sæti niður í að kjósa ekki Samfylkinguna. „Þannig líður mer með þetta,“ segir hann.

Guðmundur Andri skrifar athugasemd við færslu Bubba þar sem hann segir að ef ætlunin sé að refsa fyrir breytinguna þá sé málið kannski ekki að sleppa því að kjósa flokkinn, því þá er ólíklegra að Guðmundur komist á þing.

„Ég er gjörsamlega bit, þú hefur staðið þig ég kaus þig vegna þess að þú hafðir trúverðugleika og getu til þess að laga ekki bara ásýnd Alþingis heldur voru kannski ekki margir Alþingismenn og konur sem höfðu þá kosti sem þu hefur,“ skrifaði Bubbi við athugasemd Guðmundar. „Nú er ákveðið að verðlauna þig með þessum hætti og okkur sem kusum þig í einhverjum leik sem er ekki sanngjarn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“