fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Blikar staðfesta sölu á Brynjólfi til Noregs

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 15:18

Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Breiðabliks og norska liðið Kristiansund hafa náð samkomulagi um kaup Norðmannanna á framherjanum öfluga Brynjólfi Andersen Willumssyni .

Norskir fjölmiðlar hafa sagt frá þvi að Brynjólfur sé dýrasti leikmaður sem Kristiansund hefur keypt. Knattspyrnulið borgarinnar hefur verið á uppleið undanfarin ár. Það vann sér sæti í efstu deild árið 2017 og hefur smám saman verið að bæta stöðu sína í deildinni. Liðið lenti í fimmta sæti í deildinni í fyrra og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Margir góðir knattspyrnumenn hafa komið frá félaginu og er Ole Gunnar Solskjær líklegast þeirra þekktastur.

„Brynjólfur sem er tvítugur að aldri á að baki 75 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og hefur skorað 24 mörk í þeim leikjum. Hann á einnig 22 landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands. Þeir munu sjálfsagt verða fleiri því Brynjólfur hefur verið hluti af hinu sterka U-21 árs liði Íslands sem tekur þátt í lokakeppni EM í knattspyrnu í næsta mánuði í Ungverjalandi og Slóvakíu. Gera má ráð fyrir því að Brynjólfur æfi áfram í Breiðabliki í einhvern tíma áður en hann heldur til Noregs,“ segir á vef Blika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út með komu Isak

Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út með komu Isak
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Postecoglou tekur við Forest af Nuno

Postecoglou tekur við Forest af Nuno
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?