Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Þetta staðfestir Hákon Atli Bjarkason, framkvæmdastjóri Pizzunnar. Vísir.is greinir frá.
Hákon segir að hann hafi frétt af smitinu í gærkvöldi, en umræddur starfsmaður var að vinna á laugardagskvöld.
Hákon Atli segir að farið hafi verið eftir öllum reglum og að búið sé að sótthreinsa útibúið. Hann segir að starfsfólk úr öðrum útibúum Pizzunnar hafi verið kallað út til að manna útibúið við Núpalind á meðan starfsfólkið þar er í sóttkví.
Hann segir að starfsfólkið sem nú er í sóttkví vegna hins smitaða starfsmanns sé allt einkennalaust.