fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Virknin jókst við Fagradalsfjall í morgun – Óróapúls greindist

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 06:53

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 5.20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í ganginum. Nú mælist óróahviða á svæðinu en þó hefur dregið úr henni. Virknin er mjög staðbundin syðst í ganginum og er líklega merki um að gangurinn sé að stækka.

Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Vísir.is hefur eftir Elísabetu Pálmadóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, að óróinn nú sé ekki eins kröftugur og sá er mældist 3. mars en það þurfi þó að skoða hann betur. Hún sagði að engin merki sjáist á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið en óróinn geti verið merki um kvikuhreyfingar í kvikuganginum sem hefur myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis.

Hún sagði skjálftana ekki stóra en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Af þeim sökum eru enn taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka