fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Mögulegt hópsmit af breska afbrigðinu gæti verið í uppsiglingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. mars 2021 18:38

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnir blésu til óvænts upplýsingafundar í dag. Tilefnið eru þrjú ný smit, tvö þeirra eru af völdum breska afbrigðisins, sem er mjög smitandi, og beðið er eftir raðgreiningu á því þriðja. RÚV greinir frá.

Eitt af smitunum þremur er rakið til starfsmanns á Landspítalanum en vegna þess smits eru nú um 50 manns í sóttkví og fara í sýnatöku.

Þórólfur útskýrði á fundinum að farþegi hefði komið hingað til lands 26. febrúar með neikvætt PCR-próf og neikvæða fyrstu skimun. Á fimmta degi sóttkvíar greindist hann hins vegar með breska afbrigði kórónuveirunnar.

Þórólfur segir að það skýrist á næstu dögum hvort herða þurfi aftur samkomutakmarkanir vegna þessara smita. „Ef það kemur í ljós að það sé komin einhver dreifing á veiruna út fyrir þennan hóp sem við erum að tala um núna þá þarf svo sannarlega að endurskoða afléttingarnar sem hafa verið í gangi, finnst mér,“ sagði Þórólfur.

Einn hinna smituðu var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld. Nokkrir tugir eru í sóttkví vegna þess smits.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp