fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Gífurleg skjálftavirkni við Fagradalsfjall

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. mars 2021 07:54

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaganum frá því í gærkvöld og fram eftir nóttu. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni jókst hófst órói skömmu eftir miðnætti og stóð í um 20 mínútur.

Stærsti skjálftinn í nótt mældist 5,0 og var það kl. 2:02. Í kjölfarið mældust fjórir skjálftar yfir 4 að stærð og margir skjálftar yfir 3.

Enginn órói hefur mælst síðan um miðnætti.
Almannavarnir funduðu með Veðurstofunni, Lögreglunni á Suðurnesjum og fulltrúa Grindavíkurbæjar í nótt vegna ástandsins en jarðskjálftarnir fundust mjög vel í Grindavík og vöktu fólki ugg. Ekki er álitið að eldgos sé í vændum í kjölfar skjálftanna í nótt. Almannavarnir sendu frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:

„Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands funduðu ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og fulltrúa Grindavíkurbæjar kl. 03.30 í nótt vegna fjölda jarðskjálfta af stærðinni 3-5 á svæðinu frá Þorbirni að Fagradalsfjalli. Jarðskjálftarnir finnast vel í Grindavík og fólk er skiljanlega órólegt. Líklegast er að skjálftarnir sem finnast núna í Grindavík séu afleiðingar spennubreytinga í jarðskorpunni, en ekki vegna tilfærslu á kviku. Það er því ekki metið sem svo að þeir séu skammtímafyrirboði eldgoss. Áfram má búast við jarðskjálftum í nótt sem finnast vel í Grindavík. Náttúruvásérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnadeild fylgjast vel með þróun mála í nótt. Vegagerðin og Lögreglan á Suðurnesjum eru á ferð og kanna hvort skemmdir hafi orðið á vegum. Staðan verður endurmetin í fyrramálið.“

Heldur hefur hægst um frá því kl.4 í nótt og hefur skjálftum fækkað mikið (RÚV).

Meðfylgjandi mynd af Fagradalsfjalli tók Snorri Þór Tryggvason. Sjá má 360 gráðu mynd af fjallinu hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“