fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Kalla Árbæjarsafn „Árbæjar-Gúlag“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 5. mars 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birtist grein í Fréttablaðinu rituð af Árna Snævarr, blaðamanni, Gísla Marteini Baldurssyni, fjölmiðlamanni, Guðjóni Friðrikssyni, sagnfræðing, Kristni Hrafnssyni, ritstjóra Wikileaks, og Sif Sigmarsdóttur, rithöfundi, þar sem þau biðja um að Dillonshús sé fært aftur niður í bæ. Húsið hefur verið á Árbæjarsafni síðan árið 1960 og fengið fyrirtaksvarðveislu þar.

Í greininni er farið yfir sögu hússins og er hún afar mögnuð. Falleg saga sem endar með harmleik þegar lyfsali eitrar fyrir fjölskyldu sinni og sjálfum sér. Þegar húsið var fært átta árum eftir þetta mál voru sett bílastæði í staðin.

Orðalagið sem notað er í enda greinarinnar, þegar Árbæjarsafn er kallað „Árbæjar-Gúlag“ fór ekki vel í Árbæinga og birti Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Árbæingur, færslu í hverfishópinn þar sem hann segir: „Afskaplega er dapurlegt að sjá nafntogaða menn sem að öllu jöfnu vilja láta taka sig alvarlega líkja Árbænum við Gúlagið í sovét þar sem framin voru myrkraverk á áður óþekktum skala. Menn geta haft skoðun á Árbæjarsafni án þess að grípa til svona kjaftæðis.“

Fleiri aðilar hópsins hafa sett ummæli við færslu Þorkels þar sem sett er út á hroka greinarhöfunda og þeir sakaðir um að telja allt sem ekki er miðbærinn vera þriðja flokks.

Húsið er mjög vinsælt innan safnsins og er kaffihús safnsins í húsinu. Í greininni er einnig sagt að safnið sé tímaskekkja nú þegar þétting byggðar er „alfa og ómega“ bæjarstjórnarpólitíkur Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“