fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Kalla Árbæjarsafn „Árbæjar-Gúlag“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 5. mars 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birtist grein í Fréttablaðinu rituð af Árna Snævarr, blaðamanni, Gísla Marteini Baldurssyni, fjölmiðlamanni, Guðjóni Friðrikssyni, sagnfræðing, Kristni Hrafnssyni, ritstjóra Wikileaks, og Sif Sigmarsdóttur, rithöfundi, þar sem þau biðja um að Dillonshús sé fært aftur niður í bæ. Húsið hefur verið á Árbæjarsafni síðan árið 1960 og fengið fyrirtaksvarðveislu þar.

Í greininni er farið yfir sögu hússins og er hún afar mögnuð. Falleg saga sem endar með harmleik þegar lyfsali eitrar fyrir fjölskyldu sinni og sjálfum sér. Þegar húsið var fært átta árum eftir þetta mál voru sett bílastæði í staðin.

Orðalagið sem notað er í enda greinarinnar, þegar Árbæjarsafn er kallað „Árbæjar-Gúlag“ fór ekki vel í Árbæinga og birti Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Árbæingur, færslu í hverfishópinn þar sem hann segir: „Afskaplega er dapurlegt að sjá nafntogaða menn sem að öllu jöfnu vilja láta taka sig alvarlega líkja Árbænum við Gúlagið í sovét þar sem framin voru myrkraverk á áður óþekktum skala. Menn geta haft skoðun á Árbæjarsafni án þess að grípa til svona kjaftæðis.“

Fleiri aðilar hópsins hafa sett ummæli við færslu Þorkels þar sem sett er út á hroka greinarhöfunda og þeir sakaðir um að telja allt sem ekki er miðbærinn vera þriðja flokks.

Húsið er mjög vinsælt innan safnsins og er kaffihús safnsins í húsinu. Í greininni er einnig sagt að safnið sé tímaskekkja nú þegar þétting byggðar er „alfa og ómega“ bæjarstjórnarpólitíkur Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum