fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Alisson í sárum eftir andlát föður síns – Getur ekki mætt í útför hans

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 09:40

Alisson og Jose Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Agostinho Becker faðir Alisson Becker markvarðar Liverpool fannst látinn nærri heimili sínu í fyrradag. Talið er að Jose hafi drukknað í stöðuvatni við heimilið. Fjölskyldan á sveitasetur í suður Brasilíu, húsið er staðsett í Lavras do Sul þar sem Jose ætlaði að fara og synda í. Þegar Jose skilaði sér ekki aftur í húsið hófst leit að honum, vinur hans og starfsmaður á sveitasetrinu fann hann svo í ánni.

Alisson er í sárum en í erlendum fjölmiðlum kemur fram að hann og faðir hans hafi verið bestu vinir, markvörður Liverpool á ekki tök á að mæta í útför föður síns.

Alisson hefði getað komið sér til Brasilíu en hefði þurft að fara í tíu daga sóttkví við komuna aftur til Englands, eiginkona hans er genginn tæpar 30 vikur með barn þeirra.

Samband þeirra feðga var afar náið en þeir töluðu saman í síma á hverjum degi, þegar faðir hans var á sveitasetrinu var hins vegar ekki hægt að ná í hann. Ekkert símasamband er þar sem setrið er, Jose hafði farið þangað einn og ætlaði að dvelja þar á meðan bylgja kórónuveirunnar gengur yfir Novo Hamburgo þar sem Jose bjó ásamt Magali eiginkonu sinni og móðir Alisson.

Alisson ætlar að fara til fjölskyldunnar á næstu vikum og líklega í kringum landsleiki Brasilíu þar sem hann getur ferðast og verið með fjölskyldunni, hann verður hins vegar ekki viðstaddur útförina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen