fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 12:30

Liðskonur Íslamska ríkisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknir þá býr heilinn yfir vísbendingum um hvernig hugmyndafræði við kjósum að lifa eftir. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að fólk með öfgafullar skoðanir eigi erfiðara með að leysa flókin verkefni en aðrir. Vísindamenn segja að niðurstöðurnar geti komið að gagni við að finna fólk sem á á hættu að aðhyllast öfgastefnu.

The Guardian segir að vísindamenn við University of Cambridge hafi reynt að leggja mat á hvort geta fólks til að móttaka upplýsingar og vinna úr þeim móti þætti á borð við stjórnmálaskoðanir, þjóðernishyggju og tengist lýðfræðilegum þáttum á borð við aldur, kynþátt og kyn. Rannsóknin var byggð á fyrri rannsóknum. Í henni tóku um 330 manns, búsettir í Bandaríkjunum, á aldrinum 22 til 63 ára þátt. Margvísleg próf voru lögð fyrir fólkið, 37 taugasálfræðileg verkefni og 22 persónuleikakannanir á tveimur vikum.

Verkefnin voru hlutlaus, það er að segja þau höfðu engin tilfinningaleg tengsl né pólitísk tengsl. Í þeim fólst til dæmis að fólk átti að leggja lögun hluta á minnið. Tölvulíkön voru síðan notuð til að draga upplýsingar um skynjun þátttakendanna og lærdóm þeirra úr gögnunum sem og hæfileika þeirra til að takast á við flókin verkefni.

Niðurstaðan var að hugmyndafræðilegar skoðanir fólks endurspegla vitræna ákvarðanatöku þess.  Ein af aðalniðurstöðunum er að fólk með öfgaskoðanir hafði tilhneigingu til að sjá heiminn í svörtu og hvítu ljósi og átti erfitt með að takast á við flókin verkefni sem kröfðust flókinna andlegra skrefa sagði Leor Zmigrod, aðalhöfundur rannsóknarinnar. „Einstaklingar eða heilar sem eiga erfitt með að meðtaka og skipuleggja flóknar aðgerðir dragast hugsanlega að öfgafullri hugmyndafræði eða hugmyndafræði einræðisherra sem einfaldar heimsmyndina,“ sagði hún. Hún sagði jafnframt að þessi vitneskja gæti komið að gagni við að skilja hvaða fólk sé jafnvel reiðubúið til að fremja ofbeldisverk.

Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu Philosophical Transactions of the Royal Society B.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér