fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ár frá því að Sigurður var vopnaður í Amsterdam – „Erfitt að tala um þetta, þeir eru ekkert að leita að mér“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 10:10

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur á þrítugsaldri mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam í febrúar á síðasta ári. Um var að ræða Sigurð Gísla Snorrason, leikmann Þróttar í Vogum. Sigurður tjáði sig um atvikið í hlaðvarpsþættinum FantasyGandalf.

Sigurður Gísli var píndur til að fara í apótekið vopnaður byssu. Sigurður lagði byssuna á borðið og óskað eftir hjálp en hann hafði verið frelsissviptur af mönnum í borginni. Sigurður Gísli var á vondum stað í lífinu en í þættinum ræðir hann hvernig hann leiddist út á þessa braut lífsins. „Þetta byrjar svona seint árið 2015, ég veit ekki af hverju. Ég var rosa spenntur eitthvað, þetta er svo fljótt að vinda upp á sig,“ segir Sigurður Gísli við FantastyGandalf um neysluna sína.

Sigurður var virkilega efnilegur knattspyrnumaður og var ungur að árum byrjaður að spila með FH. Hann flakkaði síðan á milli liða en er í dag með Þrótti Vogum og var öflugur síðasta sumar.

„Ég var spenntur fyrir því að prófa þetta, ég var mikið í póker sem getur verið slæmur félagsskapur. Ég get verið í öllum vinahópum, ég geri ekki mikið upp á milli fólks,“ segir Sigurður um upphaf sitt á neyslunni.

Í gær var eitt ár frá því að Sigurður hafði farið vopnaður inn í apótekið. Hann hefur aldrei heyrt frá mönnunum sem skipuðu honum að ræna apótekið. Það er ár núna 23 febrúar, ég skuldaði þetta aldrei. Það er mjög erfitt að tala um þetta, þeir eru ekkert að leita að mér. Ég fer þarna inn og bið um hjálp, það var hringt á lögregluna og ég hef aldrei séð þessa gæa aftur og hitti þá vonandi aldrei aftur.“

Sigurður hefur þurft að vinna úr sínum málum og hefur verið á beinu brautinni frá atvikinu í Amsterdam. Sigurður verður 26 ára í mars. „Ég hef þurft að fara að vinna úr þessu, þetta var eftir á það besta sem gerðist fyrir mig. Ég var ekkert á leiðinni að snúa blaðinu við, svo gerist þetta og breytir lífi mínu.“

Sigurði hefur gengið vel á lífsins leið eftir atvikið, hann fór í meðferð á Íslandi. „Þegar COVID var þá var þetta miklu erfiðara, þegar ég var ekki að mæta á neinar æfingar þá var ég mikið að mæta á fundi.“

Sigurður segir að það sé erfitt að losna úr neyslu, atvikið í Amsterdam vakti hans til lífsins. „Það er rosalega erfitt að hætta. Sumir þurfa að lenda í einhverju smá til að hætta þessu, ég þurfti eitthvað aðeins meira.“

„Það er geggjað að þurfa ekki að vakna og eina sem maður pælir í að redda sér næsta skammti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“