fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Guðrún Helga Sigurðardóttir látin – Ferðafrömuður og í hópi bestu blaðamanna landsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 21:14

Mynd af Guðrúnu: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Helga Sigurðardóttir, rithöfundur, leiðsögumaður og landsþekktur blaðamaður um árabil, er látin, 57 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi.

Guðrúnar var minnst í vandaðri grein á vef Mannlífs á mánudag. Hún var atkvæðamikill blaðamaður á DV, Fréttablaðinu og ýmsum öðrum fjölmiðlum. Um skeið var hún formaður Félags fjölmiðlakvenna. Árið 2003 var hún tilnefnd til blaðamannaverðlaunanna í flokknum rannsóknarblaðamennska ársins, vegna skrifa sinna fyrir Frjálsa verslun. Hún sendi einnig frá sér vinsæla bók fyrir erlenda ferðamenn um hefðbundna íslenska matargerð.

Guðrún sinnti einnig leiðsögustörfum af miklum krafti og naut mikilla vinsælda og virðingar fyrir þau störf en hún var ástríðufull útivistarmanneskja.

Dánardagur Guðrúnar Helgu Sigurðardóttur var laugardagurinn 20. febrúar. DV sendir ættingum og vinum hennar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum