fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Telja sig hafa leyst gátuna um stóru gígana í Síberíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 06:59

Einn af gígunum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftsteinar, eldflaugaárásir, geimverur. Þetta eru bara nokkrar af þeim skýringum sem hafa verið nefndar á tilurð 17 risastórra gíga sem hafa fundist í Síberíu síðustu árin. Gígarnir mynduðust bara upp úr þurru og það hafa yfirleitt verið vegfarendur sem hafa uppgötvað þá.

Vísindamenn hafa lengi klórað sér í höfðinu yfir þeim og velt fyrir sér hvaða kraftar náttúrunnar gætu verið á bak við þetta. En nú hafa þeir fundið svarið segir í umfjöllun CNN.

Rússneskir vísindamenn sendu dróna niður í 30 metra djúpan gíg á Yamalskaga og tóku margar myndir. Með þessu gátu þeir síðan endurgert þetta dularfulla og jafnvel óhugnanlega náttúrufyrirbæri í þrívíddarmódeli. Það sýnir að á botni gígsins eru litlir hellar sem leiddu vísindamennina að þeirri niðurstöðu að þær hefðu myndast af völdum gasbóla í sífreranum. Eftir því sem þessar bólur stækka rís landið og á ákveðnum tímapunkti verður þrýstingurinn of mikill og þær springa og skilja eftir sig stóra gíga. Vísindamennirnir telja að þessar gasbólur myndist vegna loftslagsbreytinganna. Hlýnandi loftslag hafi veikt yfirborðið og þannig auðvelda metani að leka út og að lokum springa.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Geosciences.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks