fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Lögreglan telur sig vita hver morðinginn er – Lögðu hald á Range Rover og vopn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 19:56

Margeir Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan telur sig vita hver myrti Albanann Armando Beqiri, síðla síðasta laugardagskvöld, en hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Armando lætur eftir sig íslenska konu og eitt barn, og átti von á öðru barni.

Skömmu eftir morðið á laugardagskvöld handtók lögreglan litháenskan mann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Gæsluvarðhald hans var síðan ío dag framlengt til næsta miðvikudags.

Samkvæmt frétt RÚV sitja nú 8 í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þar af er einn Íslendingur, sem mun vera Anton Kristinn Þórarinsson, en annað fólk í gæsluvarðhaldi vegna málsins er frá Albaníu, Litháen, Eistlandi, Rúmeníu, Portúgal og Spáni. Sumt af þessu fólki er búsett á Íslandi en ekki allt.

Undanfarið hefur lögregla gert margar húsleitir vegna málsins og lagt hald á muni, til dæmis Range Rover jeppa í eigu Antons Kristins Þórarinssonar.

Sem fyrr segir telur lögregla sig vera með morðingjann í haldi en verið er að reyna að kortleggja hvort og hvernig aðrir tengist málinu og séu ef til vill vitorðsmenn.

Lögregla heldur þétt að sér spilunum og vill tryggja að upplýsingar um rannsóknina leki ekki út því það gæti spillt rannsókninni.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“
Fréttir
Í gær

Valtý rak í rogastans yfir aðdróttunum, níði og óhróðri gegn sér

Valtý rak í rogastans yfir aðdróttunum, níði og óhróðri gegn sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vann 10 milljónir í kvöld – „Er þetta símahrekkur?“

Vann 10 milljónir í kvöld – „Er þetta símahrekkur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yrsa átta mánaða heldur áfram að heilla fólk – Britney deilir myndbandinu

Yrsa átta mánaða heldur áfram að heilla fólk – Britney deilir myndbandinu