fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Yfir þrjú þúsund íslensk börn með offitu – Barnalæknir kallar eftir aðgerðum

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 19. febrúar 2021 09:30

Sum þeirra barna sem koma í Heilsuskólann eru í góðu formi og taka þátt í íþróttum en mikilvægt sé að grípa inn í til að koma í veg fyrir fylgikvilla offitu. MYND/GETTY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að níutíu börn eru á biðlista eftir meðferð hjá Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins vegna offitu. Ríflega árs bið er eftir meðferð. Dæmi eru um að þessi börn séu komin með fylgikvilla offitu á borð við fitulifur, áunna sykursýki og kæfisvefn.

Um 6,5% íslenskra barna eru með offitu samkvæmt nýjustu tölum frá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar. Þetta jafngildir yfir þrjú þúsund börnum. Offita hjá börnum hefur aukist jafnt og þétt frá 1980 þegar um 1% barna glímdi við offitu.

Tryggvi Helgason, barnalæknir og sérfræðingur í offitu barna, skrifaði nýverið bréf til lýðheilsusviðs Embættis landlæknis vegna þessarar stöðu og óskar eftir aðgerðum. Hann bíður eftir svari.

Tryggvi starfar við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins þar sem fjölskyldum eru kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun. Bæði er boðið upp á hópmeðferð og einstaklingsmeðferð, en markmiðið er að greina orsakir offitu hjá viðkomandi barni eða unglingi og finna leiðir til að hægja á þyngdaraukningu.

Ríflega árs biðlisti

Til að komast að hjá Heilsuskólanum er miðað við að börn og unglingar séu 2,5 staðalfrávikum fyrir ofan meðalkúrfu í BMI (e. Body Mass Index) eða hafi þyngst mikið á stuttum tíma. Leitast er við að hvetja börnin áfram ásamt því að veita ráðgjöf um mataræði og hreyfingu.

Tryggvi segir algjört lykilatriði að foreldrar taki virkan þátt í meðferðinni.

Á hverjum tíma eru að jafnaði 250-300 börn og fjölskyldur þeirra í meðferð hjá Heilsuskólanum. Sjötíu nýjar fjölskyldur bætast við á hverju ári. Sem stendur eru milli áttatíu og níutíu börn á biðlista. Biðlistinn hefur verið að lengjast og er nú ríflega árs bið eftir meðferð. „Ég hef kynnt stöðuna fyrir heilbrigðisráðuneytinu. Okkar ósk er að stækka teymið þannig að við getum sinnt fleiri fjölskyldum,“ segir Tryggvi.

Nánar er fjallað um offitu hjá börnum í nýju helgarblaði sem kom út í dag.

Einfalt er að gerast áskrifandi að vef- og/eða prentútgáfu blaðsins með því að smella hér: dv.is/skraning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út