fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Tölvuþrjótar reyndu að eitra fyrir íbúum bæjar í Flórída

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vítissódi er notaður til að stýra sýrustigi í vatnsbirgðum en efnið er einnig notað við til dæmis sápugerð og framleiðslu stíflueyðis. Óþekktir tölvuþrjótar reyndu á föstudaginn að eitra fyrir íbúum bæjarins Oldsmar í Flórída í Bandaríkjunum með því að breyta magni þeirra efna sem eru sett í drykkjarvatnið, þar á meðal var vítissódi.

Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir Bob Gualtieri, lögreglustjóra, að þrjótunum hafi tekist að komast inn í tölvukerfi vatnsveitunnar. Þeir hafi um stundarsakir aukið magn vítissóda úr 100 hlutum á milljón í 11.100 hluta á milljón. Vítissódi getur í miklu magni valdið ertingu á húð, bruna og fleiri vandamálum. Það vildi til á föstudaginn að starfsmaður vatnsveitunnar sá hvað var að gerast og gat breytt magninu aftur í rétt horf.

Embættismenn segja að bæjarbúar, sem eru um 15.000, hafi aldrei verið í neinni hættu. Þeir segja einnig að fleiri öryggisþættir hafi valdið því að hið aukna magn vítissóda hefði ekki getað komist út í vatnið.

Nú er búið að loka fyrir aðgang utan frá að stjórnkerfi vatnsveitunnar.

Staðarlögreglan, FBI og leyniþjónustan (Secret Service) rannsaka nú málið en vita ekki hvaðan árásin var gerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 5 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás