fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Matur

Ofurfæði í skálum og hollar pönnukökur fyrir bröns inn

Una í eldhúsinu
Sunnudaginn 7. febrúar 2021 12:30

Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una í eldhúsinu sýnir okkur hvernig hægt er að töfra fram dásamlegar pönnukökur sem eru líka í hollari kantinum. Hún býður líka upp á hollar og litríkar skálar sem eru stútfullar af næringu. Ekkert samviskubit þessa helgina!

Una Guðmundsdóttir

 

Mynd/Aðsend

Þessi uppskrift dugar í um 6 stórar pönnukökur.

2 stk. bananar (stappaðir)
1 dl haframjöl
¾ dl hveiti
½ tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. kanill
1 dl mjólk eða Létt AB mjólk

Blandið öllu saman, passið að stappa bananana vel og steikið svo á pönnu upp úr góðri olíu. Mér finnst
best að steikja þær upp úr kókosolíu.

Bæði er gott að setja smjör og ost á pönnukökurnar, ber og síróp eða jafnvel Nutella og banana saman, það er eitt uppáhaldið á mínu heimili svona um helgar.

Mynd/Aðsend

 

LITRÍK OFURFÆÐA Í SKÁLUM

Græn skál

1 stk. banani
2 stk. avókadó (mér finnst best að kaupa þau frosin)
1 dl kókosvatn
2 msk. hnetusmjör
5-10 stk. ísmolar

Bleik skál

1 stk. banani
1 dl frosin ber
½ dl mangó
1 dl kókosvatn
Handfylli spínat
5-10 stk. ísmolar

Blandið saman í mixer og hellið í skál, skreytið svo að vild. Mér finnst frábært að nota alls konar falleg ber og ávexti, chiafræ, kókosflögur, haframjöl og svo jafnvel möndlur og hnetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“