fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Gekk berserksgang við Hótel Ljósaland: Skömmu síðar var tilkynnt um eld

Fullyrt að eigandinn hafi verið handtekinn vegna gruns um íkveikju

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 31. janúar 2016 12:21

Fullyrt að eigandinn hafi verið handtekinn vegna gruns um íkveikju

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á Vesturlandi var tilkynnt laust fyrir klukkan fimm í morgun að ölvaður maður gengi berserksgang við Hótel Ljósaland í Dalabyggð. Lögreglan fór á vettvang en hálftíma síðar var tilkynnt að kviknað væri í hótelbyggingunni.

Sjá einnig: Eigandi Hótels Ljósalands handtekinn

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. RÚV greindi frá því í morgun að eigandi hótelsins hefði verið handtekinn vegna gruns um að hafa kveikt í.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að slökkviliðin í Dalabyggð, Strandabyggð og Reykhólahreppi hafi verið kölluð út og var einn maður handtekinn á vettvangi grunaður um að hafa kveikt í byggingunni. Hann er í haldi lögreglunnar. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi. Engir gestir voru á hótelinu þegar kviknaði í byggingunni og enginn slasaðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann