fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Segir fjölmarga þjálfara gera sig seka um óviðeigandi hegðun gegn ungum stúlkum í deildinni – „22 ára gömul fékk ég þessi skilaboð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 20:15

Fanney Lind Thomas. Mynd: Bára Dröfn, Karfan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeildinni í körfubolta, birtir í dag á Twitter tæplega níu ára gömul spjallskilaboð frá þáverandi þjálfara sínum.

Skilaboðin eru í besta falli sérkennileg en um er að ræða einhvers konar skrýtlu með kynferðislegu ívafi. Sjá nánar tengil undir fréttinni. Í tísti sínu sem fylgir skjáskotinu segir Fanney:

„22 ára gömul fékk ég þessi skilaboð frá þjálfara í deildinni. Mjög svo óviðeigandi frá rígfullorðnum giftum manni. Slík hegðun fjölmargra þjálfara sem ég veit um gagnvart ungum stúlkum í deildinni hefur liðist í öll þessi ár.“

Fanney Lind er rúmlega þrítug en hún gekk til liðs við Breiðablik árið 2017. Hún er mjög reyndur leikmaður. Uppeldisfélag hennar var Hamar í Hveragerði en auk Breiðabliks hefur hún meðal annars spilað með Fjölni og Tindstól.

Frétt DV í gærkvöld þess efnis að þekktur körfuboltadómari hafi verið rekinn frá dómgæslu á vegum KKÍ eftir að hann fór á fjörurnar við leikmann í rafrænum skilaboðum hefur vakið mikla athygli og hafa bæði Vísir.is og man.is fjallað um málið í dag. Ónefndir viðmælendur DV hafa staðhæft að slík hegðun sé ekki einsdæmi meðal körfuboltadómara en óviðeigandi hegðun þjálfara gagnvart kvenkynsleikmönnum sé algengari. Engar frásagnir eða nánari útlistarnir á slíku háttalagi hafa þó verið fluttar og engan veginn hægt að átta sig á umfangi vandamálsins.

DV hafði samband við Fanney Lind vegna málsins. Hún gat ekki gefið kost á viðtali þar sem hún væri að undirbúa sig fyrir leik kvöldsins hjá Breiðablik sem hófst kl. 20.15. Hún setti sig ekki upp á móti fréttaflutningi af tístinu né myndbirtingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu