fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Ný sænsk rannsókn bendir á nýjan áhættuþátt varðandi kórónuveirusmit

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 06:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir þeir sem hafa drukkið áfengi og orðið ölvaðir vita eflaust að þegar ástandið er orðið þannig þá getur verið erfitt að virða fjarlægðarmörk og annað tengt þeim sóttvarnaaðgerðum sem flestir reyna að fylgja nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En samkvæmt niðurstöðum nýrrar sænskrar rannsóknar þá er áfengi einnig bandamaður kórónuveirunnar inni í líkama fólks.

„Niðurstöðurnar eru skýrar með að áfengi veikir ónæmiskerfið og að hættan á sýkingu eykst,“ hefur Svenska Dagbladet eftir Sven Andreasson, prófessor við Karólínskustofnunina. Í samstarfi við vísindamenn frá Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu fór hann yfir niðurstöður 215 rannsókna, sem hafa verið birtar í vísindaritum, um áhrif áfengisneyslu á útbreiðslu kórónuveirunnar. Niðurstaðan er skýr: Áfengi og kórónuveiran eru mjög slæm blanda.

Ónæmiskerfið veikist þegar fólk drekkur áfengi og því aukast líkurnar á að smitast af kórónuveirunni en einnig aukast líkurnar á að veikjast alvarlega af sýkingu. Að auki eykur áfengi líkurnar á fjölda lífstílssjúkdóma á borð við sykursýki, ofþyngd og hjarta- og æðasjúkdómum sem geta gert áhrif COVID-19 verri.

Það má síðan ekki gleyma áhrifum áfengis á mannlega hegðun. Ölvað fólk hefur tilhneigingu til að fara síður eftir sóttvarnareglum (virða fjarlægðarmörk, nota andlitsgrímur og þvo hendur) og dómgreind þess skerðist.

Áfengi hefur ekki bara neikvæð áhrif á þróun kórónuveirusmita og alvarleika COVID-19 því það hefur einnig slæm áhrif á andlegu hliðina. Meðal fylgifiska heimsfaraldursins eru einangrun, leiði, stress og þunglyndi. Áfengisneysla gerir þessa þætti enn verri. Að auki veldur andlegt álag því að fólk leitar enn frekar í áfengi. Þar er því kominn vond hringrás sem hefur ýmsar afleiðingar. Í Svíþjóð, og víðar, hefur heimilisofbeldi til dæmis færst í vöxt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega