fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Vopnaðir dópsalar dreifðu grasi og spítti um Akureyri – Höfðu saman 250 þúsund á mánuði upp úr krafsinu

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 18:00

mynd/Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karl og konu til refsingar fyrir röð fíkniefnatengdra afbrota, en parið lagði stund á fíkniefnasölu í bænum í einhvern tíma.

Í málinu voru þrjár ákærur teknar fyrir í einu, hver ákæra í þó nokkrum liðum.

Maðurinn í málinu var ákærður fyrir akstur undir áhrifum amfetamíns og akstur sviptur ökuréttindum við Hvalfjarðargöng nóttina 1. febrúar í fyrra. Þá nótt fundust jafnframt rúm 48 grömm af amfetamíni í vörslu mannsins. Þá var maðurinn ákærður fyrir annað fíkniefnalagabrot 9. nóvember 2019 þegar fundust 0,07 grömm af amfetamíni á manninum á Akureyri.

Í annarri ákæru var maðurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa aftur verið með 1,39 grömm af amfetamíni á sér sem fundust við leit lögreglu á Akureyri í ágúst í fyrra. Á sama tíma fannst hnúajárn í vasa mannsins. Fyrir þetta hlaut maðurinn ákæru fyrir brot á fíkniefna- og vopnalögum.

Þriðja ákæran var gegn manninum, konunni og þriðju manneskju. Voru þau þar sögð hafa selt um 85 grömm af maríhúana og 30 grömm af amfetamíni til viðskiptavina sinna á Akureyri auk þess að hafa haft um 18 grömm af amfetamíni, 84 grömm af maríuhúana auk lítilræðis af kókaíni á sér. Eru þau í ákærunni sögð hafa aflað sér saman á milli 200 og 250 þúsunda með þessu athæfi sínu. Það jafngildir því að hvort um sig hafi þau haft um 100 til 125 þúsund króna mánaðarlaun.

Til gamans má geta að útgreiddar atvinnuleysisbætur eru 253.105 krónur, miðað við fulla nýtingu persónuafsláttar. Enn fremur má geta þess að framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara án tillits til húsaleigu og kostnaðar vegna reksturs heimilis og bíls, eru 162 þúsund krónur.

Þriðja manneskjan er svo ákærð fyrir að hafa keypt af manninum og konunni eitt gramm af maríhúana og verið með það í sinni vörslu er lögregla handtók þremenningana á Akureyri.

Öll þrjú játuðu sök sína fyrir dómi.

Segir í dómnum að manninum hefur ítrekað verið gerð refsing fyrir brot á umferðarlögum. Teygir sá brotaferill sig aftur til ársins 2012. Síðan þá hefur hann verið dæmdur að minnsta kosti fimm sinnum fyrir umferðarlagabrot. Þar af hefur hann verið sviptur ævilangt tvisvar.

Konan hefur áður hlotið dóm en var einungis gert að greiða sekt í því máli. Dómur þar var kveðinn upp eftir að hin brotin voru framin. Sakaferill þriðja einstaklingsins hafði ekki áhrif á ákvörðun refsingar.

Að teknu tilliti til ofangreinds var maðurinn dæmdur í 10 mánaða fangelsi og ævilöng svipting ökuréttinda áréttuð, konan í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára og þriðji einstaklingurinn dæmdur til þess að greiða 54 þúsund króna sekt.

Þá skal maðurinn greiða 343 þúsund króna sakarkostnað og konan 226 þúsund. Upphæðin jafngildir rúmlega tveimur mánaðarlaunum þeirra í dópsölunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast