fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Kórónaði langan afbrotaferil með stuldi úr verslun Fíladelfíukirkjunnar

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 14:08

Hús Fíladelfíukirkjunnar í Reykjavík. mynd/Einar Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í átta mánaða fangelsi fyrir röð afbrota ofan á langan afbrotaferil.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið Fitbit Versa úri úr verslun Símans í Kringlunni að verðmæti 33 þúsund, fyrir að stela bakpoka úr verslun Fíladelfíu kirkjunnar að Hátúni í Reykjavík með seðlaveski, greiðslukortum, vegabréfi, fartölvu og myndavél, og fyrir að hafa stolið bifreið og ekið henni um miðbæ Reykjavíkur í mars í fyrra án ökuréttinda.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að maðurinn yrði dæmdur til refsingar fyrir brot sín og að hann greiði allan kostnað við rekstur málsins. Þá var upptöku á sitthvorri rivotril og contalgin töflunni krafist.

Maðurinn játaði skýlaust sök sína og var litið til þess við ákvörðun refsingar. Hins vegar var líka litið til þess að maðurinn á sér langan brotaferil sem spannar aldarfjórðung. Á þeim tíma hefur hann hlotið samtals 15 refsidóma fyrir auðgunarbrot, ítrekuð fíkniefnalagabrot, vopnalagabrot, umferðarlagabrot. Síðast hlaut maðurinn dóm í apríl 2017 fyrir þjófnað og nytjastuld. Refsingin sem manninum var þá dæmd var hegningarauki við dóm sem hann fékk árið 2016 fyrir þjófnað, vörslu fíkniefna, vopnalagabrot, ítrekuð umferðarlagabrot og líkamsárás.

Manninum er nú í áttunda skipti gerð refsing fyrir akstur sviptur ökuréttindum.

Þótti dómaranum átta mánaða fangelsi við hæfi. Þá skal maðurinn greiða málskostnað vegna málsins, samtals 94 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd