fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Þetta er ástæðan fyrir því að Trump er að náða allt þetta fólk – „Ég held að hann sé ekki ánægður“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 09:46

Donald Trump hótaði að yfirgefa Hvíta húsið ekki. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur undanfarið verið duglegur þegar kemur að því að náða fólk. Síðustu stóru nöfnin sem hann hefur náðað eru menn eins og Steve Bannon, sem grunaður var um að kúga fólk í sambandi við fjáröflun fyrir landamæravegginn hans Trump, og rapparinn vinsæli Lil Wayne. Þá náðaði Trump líka annan vinsælan rappara að nafni Kodak Black.

Samtals hefur Trump náðað alls 73 einstaklinga að undanförnu. En hver er ástæðan fyrir því að Trump er að náða þessa menn sem um ræðir og annað fólk á þessum lokatímum sínum í embættinu? Þessari spurningu velta eflaust margir fyrir sér þessa stundina. Heimildarmaður CNN er mögulega með svarið við þessu. Þar kemur fram að Trump hafi átt erfitt með að einbeita sér að þessum efnum frá því að mótmælin þann 6. janúar síðastliðinn áttu sér stað.

„Þú gast ekki fengið forsetann til að einbeita sér að þessu,“ sagði heimildarmaðurinn. „Þessa helgina hafði hann ekki Twitter, hann var ekki með allar þessar truflanir,“ bætti heimildarmaðurinn svo við og það virðist vera sem Twitter hafi haldið forsetanum frá því að vinna í þessum málum.

Heimildarmaðurinn segir að Trump hafi verið minntur á að vald hans til að náða fólk sé líklega með því síðasta sem hann getur gert. Þá sagði heimildarmaðurinn að Trump fyndi til með fólki sem fékk hærri dóm en aðrir einstaklingar sem ákváðu að vera samvinnuþýðir lögreglunni. „Ég held að hann sé ekki ánægður þegar fólk lendir í veseni bara því það fer fyrir dóm,“ sagði heimildarmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar