fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Heiðurstengt ofbeldi á Íslandi – Heit kartafla sem fólk vill kannski ekki vita af

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 18. janúar 2021 10:04

Mynd úr safni Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu tveimur árum hafa sex mál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur hefur leikið á að um heiðurstengt ofbeldi væri að ræða. Áhættumat staðfesti heiðurstengt ofbeldi í tveimur þessara mála.

Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúi í stýrihóp verkefnisins „Saman gegn ofbeldi“, segir að fyrsta málið þar sem grunur lék á heiðurstengdu ofbeldi hafi komið á borð lögreglunnar árið 2018.

„Við höfum ekki tekið heiðurstengt ofbeldi sérstaklega út fyrir sviga hingað til en við erum meðvituð um að það er til og lítum mjög alvarlega á öll ofbeldisbrot. Það stendur til að fara í ítarlega vinnu tengda áhættumati í alvarlegustu heimilisofbeldismálunum á nýju ári en heiðurstengt ofbeldi er oft fjölskyldutengt,“ segir Marta.

Í þeim fjórum málum sem ekki voru endanlega skilgreind sem heiðurstengt ofbeldi segir hún að niðurstaða skoðunar hafi leitt í ljós að áhættumat heiðurstengds ofbeldis ætti ekki við eða þá að ekki lægju fyrir nægar upplýsingar til að framkvæma slíkt mat.

Hún tekur fram að verið sé að mennta sérfræðinga í áhættumati innan lögreglu en það taki tíma.

Erum langt á eftir öðrum Norðurlöndum

Ásta K. Benediktsdóttir, félagsráðgjafi og deildarstjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að heiðurstengt ofbeldi sé falið og því átti almenningur sig mögulega ekki á því að það á sér stað í íslensku samfélagi.

„Við á Íslandi erum mörgum árum á eftir öðrum Norðurlöndum þegar kemur að fræðslu og stefnumótun þegar kemur að þessari tegund af ofbeldi. Það er engin skipulögð fræðsla í gangi. Þetta er heit kartafla sem fólk kannski vill ekki vita af,“ segir hún.

Nánar er fjallað um heiðurstengt ofbeldi í nýjasta helgarblaði DV.

Einfalt er að gerast áskrifandi að prent- og/eða vefútgáfu blaðsins með því að smella hér: dv.is/skraning.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd