Þriggja manna pólsk fjölskylda var um borð í bíl sem hafnaði í sjónum í Skötufirði í morgun. Þetta kemur fram í frétt mbl.is.
Fólkið var allt flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur í dag. Einn fór á bráðamóttökuna í Fossvogi og tveir á Landspítalann við Hringbraut. Ástands eins er sagt mun betra en hinna tveggja. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um líðan fólksins né hvað það var lengi í sjónum. Vegfarandi náði að koma fólkinu upp á land í morgun og hafði samband við viðbragðsaðila. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, sagði í viðtali við DV að sá maður hefði unnið mikið björgunarafrek. Sjá það og fleira um málið í fyrri frétt hér um málið: