fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Taka skinkusamlokur af breskum bílstjórum – „Velkominn í Brexit“ – Myndband

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 18:25

Hollenskir tollverðir ræða við Breta. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Velkominn í Brexit, herra,“ heyrist hollenskur tollvörður segja við breska ökumenn þegar þeir koma að hollensku landamærunum. Um leið leggur hann hald á skinkusamlokur þeirra. Þetta sést á upptökum sem fjölmiðlar hafa sýnt að undanförnu.

Ástæðan fyrir að samlokurnar eru teknar af bílstjórunum er að samkvæmt reglum er bannað að flytja kjöt og mjólkurvörur til ESB-ríkjanna. Bresk yfirvöld hafa því hvatt Breta til að „nota, borða eða losa sig við“ allt slíkt áður en komið er að landamærunum.

Mirror segir að á upptökum sem hollenskar sjónvarpsstöðvar hafi sýnt sjáist tollverðir skýra ökumönnum frá þessum reglum um leið og þeir taka samlokurnar af þeim. Þetta átti sér stað í ferjuhöfninni í Hook of Holland. Tollverðir segja ökumönnum að nú megi þeir ekki lengur koma með matvæli á borð við kjöt, ávexti, grænmeti og fisk til meginlandsins.

Þegar einn tollvörður var spurður hvort hann gæti ekki bara tekið skinkuna og skilið brauðsneiðarnar eftir var svarið: „Nei, það verður að leggja hald á allt. Velkomin í Brexit, herra. Mér þykir þetta leitt.“

Reglurnar gilda ekki um flutning matvæla á milli aðildarríkja ESB og að auki ná þær ekki til Íslands, Andorra, Liechtenstein, Noregs, San Marino og Sviss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?