fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 08:14

Dominos Skeifunni. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ævarsson, fyrrum framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pitsastaðarins Spaðans, fer fyrir hópi fjárfesta sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. Með Þórarni í hóp eru sagðir vera Jón Pálmason, annar eigenda IKEA hér á landi, og Guðni Rafn Eiríksson, fjárfestir og eigandi Skakkaturns sem er umboðsaðili Apple hér á landi, en þeir eru viðskiptafélagar hans í Spaðanum. Þórarinn kom að stofnun Domino‘s á Íslandi á sínum tíma og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá 2000 til 2005.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Alfa, sem rekur sjö milljarða króna framtakssjóð, hafi einnig skilað inn tilboði í pitsukeðjuna. Áður hefur verið skýrt frá því að fjárfestahópur undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt hafi gert kauptilboð í reksturinn. Með Birgi, sem hefur tvisvar áður komið að kaupum á Domino‘s á Íslandi, í hóp eru Birgir Örn Birgisson, núverandi framkvæmdastjóri Domino‘s, og Skeljungur.

Markaðurinn segir að erlendir aðilar hafi einnig verið áhugasamir um fyrirtækið frá því að söluferlið hófst formlega í október. Það er Deloitte í Bretlandi sem hefur umsjón með sölunni.

Markaðurinn segir að stjórn Domino‘s í Bretlandi hafi ekki enn tekið ákvörðun um að hefja einkaviðræður á grundvelli skuldbindandi tilboðs við einhverja af þeim fjárfestum sem hafa skilað inn kauptilboði. Fyrirhugað er að fjárfestar eigi kynningarfund með forsvarsmönnum Domino‘s í Bandaríkjunum á næstunni en þeir þurfa að gefa samþykki fyrir sölu.

Domino‘s Pizza Group keypti rekstur Domino‘s á Íslandi í tvennu lagi 2016 og 2017 fyrir 8,4 milljarða króna. Markaðurinn segist hafa heimildir fyrir að kaupverðið fyrir allt hlutafé Domino‘s á Íslandi geti verið um tveir milljarðar króna að þessu sinni. Afkoma fyrirtækisins hefur versnað mjög á síðustu misserum vegna aukinnar samkeppni og hækkandi launakostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“