fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Trump-bann Twitter kostaði fyrirtækið 640 milljarða króna

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 15:00

Sögu Trump og Twitter lauk með látum í síðustu viku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir dagar eru nú liðnir frá því að Twitter lokaði varanlega reikningi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á Twitter. Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs þykir ákvörðun Twitter, Facebook og Instagram um að loka á aðgang forsetans að samfélagsmiðlunum hafa lagst þungt á forsetann fráfarandi, sem notaðist mikið við þá. Raunar notaði hann Twitter svo mikið að stjórnsýsla ríkisstjórnar Trumps var kölluð Twitter-stjórnin (e. Governing by Twitter), og aðferðir Trumps í utanríkispólitík oft uppnefnd á móðurmálinu Twitter-diplomacy. Trump hefur á sínum rétt tæplega fjórum árum í embætti, rekið ráðherra í ríkisstjórnum sínum og aðra hátt setta embættismenn, hótað leiðtogum erlendra ríkja og nú síðast, hvatt til ofbeldisverka.

Ákvörðun Twitter var einmitt tekin eftir að hann þótti hafa tekið þátt í að magna upp ofbeldisölduna sem reið yfir Washingtonborg á miðvikudaginn í síðustu viku. Sagði Twitter að framferði Trumps á miðlinum væri ekki í samræmi við reglur sem hann hefði sjálfur samþykkt að gangast undir sem notandi miðilsins.

Í yfirlýsingu Mark Zuckerbergs, stofnanda og forstjóra Facebook, sagði Zuckerberg að ekki væri hægt að taka áhættuna á því að leyfa Trump áfram að nota Facebook í ljósi atburðanna.

Nú eru hins vegar viðskiptalegar afleiðingar ákvarðana Twitter komnar í ljós.

Fréttamiðillinn MSN segir frá því í morgun að markaðsvirði Twitter hafi, í kjölfar Trump lokunarinnar hrunið um 12%. Markaðir hafa enn ekki opnað vestanhafs og því óvíst hvort hrunið haldi áfram í dag. 12% af markaðsvirði stórfyrirtækisins jafngildir einum 5 milljörðum Bandaríkjadala sem aftur jafngilda um 640 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag.

Segir í frétt MSN að Trump hafi haft um 88 milljónir fylgjenda á miðlinum og hafa skapa gríðarlega aðsókn í samfélagsmiðilinn. Óvissa er með framhaldið og hvort hluti þeirra fylgjenda hætti hreinlega að stunda miðilinn. Þá segir jafnframt að fjárfestar gætu haft af því áhyggjur að notendur Twitter gætu tekið upp á að sniðganga miðilinn og/eða misst áhugann á miðlinum vegna ætlaðra pólitískra aðgerða.

Twitter reikningur Trumps er varanlega lokaður og fátt sem bendir til þess að hann verði nokkurn tímann endurheimtur, en samkvæmt yfirlýsingu Zuckerbergs hjá Facebook gildir lokun á reikningum Trumps aðeins fram að innsetningu nýs forseta Bandaríkjanna, þann 20. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann