fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Gönguskíðamaður slasaðist á Langjökli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. janúar 2021 15:49

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þrjúleytið í dag voru björgunarsveitir á Vesturlandi kallaðar út vegna gönguskíðamanns sem slasaðist á Langjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Maðurinn var á ferðalagi ásamt félögum sínum við Þursaborg á Langjökli þegar hann slasaðist á fæti og getur ekki gengið sjálfur. Hópurinn er sagður vel búinn og óskaði eftir aðstoð við að koma manninum af jöklinum. Hann er ekki talilnn í hættu.

Staðsetning ferðamannanna talin þekkt og á svæðinu er gott veður en kalt. Mennirnir halda kyrru fyrir og bíða eftir aðstoð. Björgunarsveitarfólk er á leiðinni á jökulinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Í gær
Hera úr leik