fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Ber„ruddalýð“ í Washington saman við Búsáhaldabyltinguna – „Þeir leynast víða landráðamennirnir“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. janúar 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æstur múgur ruddi sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna á miðvikudag. Múgurinn kom þaðan beint af útifundi Bandaríkjaforseta, Donalds Trump við Hvíta húsið, en Trump er sakaður um að hafa æst lýðinn upp á útifundinum með áðurnefndum afleiðingum. Fjórir létu lífið í óeirðunum.

Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, bendir á, í nýjasta leiðara sínum, að atburðirnir í Bandaríkjunum séu ekki einsdæmi og eigi sér hliðstæðu í nýlegri Íslandssögu – nánar tiltekið í Búsáhaldarbyltingunni.

Trump ber ábyrgð

Jón segir hegðun Trumps í kjölfar forsetakosninganna ekkert annað en landráð og hann beri einn ábyrgð á múgæsingunni.

„Á þessu ber Trump einn ábyrgð með innistæðulausum ásökunum, sem hefur verið hrundið fyrir hverjum dómstólnum á fætur öðrum. Þegar forystumaður þjóðar hagar sér þannig er það varla nokkuð nema landráð. Þetta mál og aðdragandi þess hefur hlotið fordæmingu þjóðarleiðtoga um allan hinn vestræna heim. Núlifandi fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eru meðal þeirra sem fordæmt hafa atlöguna.“

Ekki einsdæmi

Hins vegar séu þessir atburðir ekki einsdæmi segir Jón og bendir á framkomu Álfheiðar Ingadóttur í búsáhaldarbyltingunni, en hún var sökuð um að hafa verið í samskiptum við mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið rétt áður en þeir ruddust þangað inn og meðal annars leiðbeint þeim um bestu leiðina inn, veifað og verið sýnileg- þrátt fyrir að þingmenn hafi verið beðnir um að halda sig frá gluggum þar sem það var talið geta æst upp lýðinn.

„En atburðirnir í þinghúsi Washingtonborgar í vikunni eru ekki einsdæmi og ekki þarf að líta langt til að finna eins konar hliðstæðu. Veturinn 2008 var ófriðlegt á Austurvelli. Daglega safnaðist þar saman fólk sem fann reiði sinni útrás með því að berja í búsáhöld og gera hróp að þinghúsinu og þeim sem þar voru inni. Þetta var viðkvæm staða og menn óttuðust stigmögnun. Ekki síst að ráðist yrði inn í þinghúsið.

Og að því kom þegar hópur fólks ruddi sér braut þangað inn. Framganga þingmanns var til umfjöllunar í fjölmiðlum á þessum tíma og gagnrýndi formaður Landssambands lögreglumanna hann fyrir framgöngu hans við mótmælin. Í stað þess að fylgja tilmælum um að halda sig frá gluggum hússins hafi þingmaðurinn staðið úti við glugga og hvatt mótmælendur til dáða. Síðar varð þessi þingmaður ráðherra.

Þeir leynast víða landráðamennirnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku