fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Óeirðaseggir í Washington nafnbirtir – Margir orðnir atvinnulausir og aðrir eftirlýstir

Heimir Hannesson
Föstudaginn 8. janúar 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN greinir frá því í dag að fjölmargir þeirra sem sáust á myndum og myndböndum taka þátt í óeirðum í Washingtonborg á miðvikudaginn hafa nú misst vinnuna sína. Þá hefur FBI auglýst eftir myndbandsupptökum og ljósmyndum sem almenningur kann að hafa í sinni vörslu.

Hægt er að senda efni inn til FBI í gegnum s lóðina FBI.gov/USCapitol.

 

Óeirðirnar hófust á fjöldafundi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði boðað til með nokkurra daga fyrirvara. Fundarboð Trumps laðaði að þúsundir manna sem lögðu leið sína til höfuðborgarinnar víðs vegar að um Bandaríkin. Á útifundinum lét Trump hörð orð falla og sagði meðal annars að Demókratarnir væru að svindla, og að Hvíta húsinu hefði verið stolið af þeim. Mótmælendurnir lögðu þá leið sína upp að þinghúsinu þar sem mótmælin breyttust mjög fljótt í óeirðir. Óeirðaseggir beittu lögreglu ofbeldi, ruddust fram hjá og yfir girðingar hennar og brutu sér því næst leið inn í þinghúsið. Um klukkan tvö að staðartíma fóru myndir og myndbönd að birtast af mönnum í sæti forseta öldungadeildarinnar, Mike Pence í þingsal og í stól inni á einkaskrifstofu Nancy Pelosi.

Það eru þessi myndbönd sem eru nú að koma óeirðaseggjunum um koll.

Óeirðaseggur í sæti Nancy Pelosi á einkaskrifstofu hennar.

Samtals kostuðu mótmælin fimm mannslíf, þar á meðal líf eins lögreglumanns sem lést í gærkvöldi af sárum sem hann hlaut í óeirðunum.

Fljótlega fóru netverjar á samfélagsmiðlum að nafngreina þá óeirðaseggi sem þeir þekktu. Ekki leið á löngu þar til staðbundnir fjölmiðlar tóku að nafnbirta „sitt fólk,“ vinnustaði þeirra og aðra fjölskyldumeðlimi.

Samkvæmt frétt CNN um málið var einn starfsmaður markaðsfyrirtækisins Navistar í Maryland rekinn eftir að til hans sást taka þátt í innbrotinu í þinghúsið í einkennisfatnaði fyrirtækisins.

Paul Davis, starfsmaður tryggingafélagsins Goosehead, missti sína vinnu eftir að myndband af honum birtist á samfélagsmiðlum þar sem hann segir: „Við erum öll að reyna að komast inn í bygginguna til að stöðva þetta.“ „Þetta“ í því samhengi, var staðfesting þingsins á úrslitum forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember síðastliðnum. Í tilkynningu fyrirtækisins á Twitter sagði að Davis starfaði ekki lengur þar.

Rick Saccone, fyrrum þingmaður í ríkisþingi Pennsylvaníu, var aðjúnkt í Saint Vincent College í ríkinu. Eftir að hann birti sjálfur myndir af honum á Facebook utan við þinghúsið Bandaríkjanna í Washingtonborg á miðvikudaginn hóf vinnuveitandi hans sjálfstæða rannsókn á aðkomu hans að mótmælunum. Þeirri rannsókn lauk þegar Saccone afhenti háskólanum uppsagnarbréfið sitt. Hann hafði starfað þar í 21 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Í gær

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti