fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Þetta eru nokkur af athyglisverðustu verkefnum mannkynsins í geimnum á árinu 2021

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 21:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta ár var ár áskorana fyrir geimferðaiðnaðinn og auðvitað alla aðra vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En heimsfaraldurinn lamaði ekki allt starf í þessum stóra iðnaði og eitt og annað var gert og geimförum var skotið á loft. Hér verða nefnd nokkur af athyglisverðustu verkefnum 2021 í geimnum og í geimiðnaðinum.

Nokkur geimför munu komast til áfangastaða sinna á árinu ef allt gengur að óskum og rannsóknir okkar á alheiminum munu halda áfram. Þá munu nýjar eldflaugar væntanlega hefja sig til lofts, til dæmis frá fyrirtækjunum Firefly Aerospace og Relativity Space.

Þrjú geimför munu væntanlega koma til Mars á árinu en Rauða plánetan er vinsælasta verkefni hinna ýmsu geimferðastofnana þessi misserin. Bandaríska geimferðastofnunin NASA ætlar að halda áfram leit að ummerkjum um líf á Mars með Perserverance bílnum sem á að taka jarðvegssýni sem verða síðan flutt til jarðarinnar til rannsókna. Einnig ætlar NASA að prófa fyrstu Mars-þyrluna en hún nefnist Ingenuity. Kínverjar eru stórhuga og á árinu hefst Tianwen-1 verkefnið fyrir alvöru. Geimfar fer þá á braut um Mars og bíll verður sendur niður á plánetuna til rannsókna á henni. Á vegum Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna er Hope geimfarið á leið til Mars en það á að fara á braut um plánetuna og rannsaka eitt og annað tengt lofthjúpi hennar, til dæmis veðurfar.

Mars í fullri dýrð. Mynd: Wikimedia Commons

Boeing stefnir að því að skjóta Starliner geimfari sínu á loft í mars en það verður önnur tilraunin til að koma geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en sú fyrri mistókst 2019. Ef þetta tekst að þessu sinni verður þetta annað geimfarið, smíðað af einkafyrirtæki, sem NASA samþykkir til notkunar en geimfar SpaceX, Crew Dragon, var tekið í notkun á síðasta ári og flutti geimfara til geimstöðvarinnar. Ef Starliner tilraunin í mars tekst vel þá er stefnt að því að senda geimfara með geimfarinu til geimstöðvarinnar í júní.

Blue Origin ætlar að senda nýja eldflaug sína, sem er nefnd New Glenn eftir geimfaranum John Glenn, á loft á árinu. Þessi eldflaug getur borið 14 tonn langt út í geiminn og 50 tonn á lægri sporbrautir um jörðina.

Í lok október verður James Webb geimsjónaukanum skotið á loft. Vísindamenn vonast til að hann muni koma að miklu gagni við að afla nýrra upplýsinga um andrúmsloft fjarpláneta og alheiminn fljótlega eftir að hann varð til.

James Webb geimsjónaukinn. Mynd:Getty

Lucy-verkefni NASA fer í fullan gang á árinu en í október eða nóvember verður geimfari skotið á loft sem er ætlað að rannsaka átta loftsteina á næstu tíu árum eða svo. Geimfarið verður fyrsta geimfar NASA til að fara að Trojan-loftsteinum Júpiter en þeir eru á braut um sólina í tveimur þyrpingum. Önnur ef fyrir aftan Júpiter og hin fyrir framan.

Rússneska Luna-25 geimfarið á að lenda á suðurpól tunglsins og verður fyrsta rússneska geimfarið til að lenda á tunglinu síðan á dögum Sovétríkjanna. Geimfarið á að rannsaka jarðveg og lofthjúp tunglsins.

Mörg önnur verkefni eru í bígerð á árinu að því er segir í umfjöllun space.com, bæði á vegum opinberra geimferðastofnanna og einkafyrirtækja sem eru í mikilli sókn á þessu sviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta