fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Fjölmörg vitni sáu fljúgandi furðuhlut yfir Hawaii – Myndband

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 22:00

Hluturinn á lofti. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmörg vitni telja sig hafa séð fljúgandi furðuhlut yfir Oahu á Hawaii í síðustu viku. Hluturinn sveimaði í loftinu um hríð áður en hann stakkst ofan í sjóinn. Margir hringdu í neyðarlínuna og flugumferðarstjórn.

Þetta gerðist um klukkan 20.30 og á myndbandsupptökum má sjá skrýtinn hlut í loftinu og í sjónum. Á upptöku sem Misitina Sape gerði heyrist hún segja: „Það er eitthvað í loftinu. Hvað er þetta?“ Hawaii News Now skýrir frá þessu.

Önnur kona, Moriah, sagði í samtali við Hawaii News Now að hún hafi litið upp og brugðið við það sem hún sá. Hún hafi hringt í eiginmann sinn og fleiri sem komu einnig og sáu það sem hún sá. „Ég veit ekki hvað þetta var . . . Þetta fór mjög hratt,“ sagði hún. Hún sagði einnig að hluturinn hafi verið alveg hljóðlaus og „stærri en símastaur“.

Fulltrúar flugmálayfirvalda segja að engin flugslys hafi orðið á svæðinu á þessum tíma. En fjölmörg vitni sáu stóran bláan hlut nánast falla af himninum og niður í sjóinn.

Eftir að lögreglumenn komu á vettvang sá Moriah annað ljós, hvítt, sem kom úr sömu átt og bláa ljósið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi