fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Utanlandsferðin breyttist í martröð – Zara handtekin en segir málið byggt á misskilningi – „Ég myndi aldrei gera neitt sem er skammarlegt fyrir þessa þjóð“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 2. janúar 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zara Holland, fyrrverandi ungfrú Bretland og raunveruleikastjarna, og kærasti hennar, Elliott Love, hafa verið handtekinn á Barbados. Ástæðan á að vera sú að þau reyndu að flýja land eftir að Love var greindur með COVID-19. Love átti að vera í einangrun, og Holland í sóttkví. Í stað þess að fylgja því eru þau sögð hafa flúið út á flugvöll, þar sem þau voru handtekinn. Bresk götublöð hafa fjallað mikið um málið.

Holland og Love eru frá Bretlandi, en hafa verið í fríi á Barbados frá því á sunnudag. Eftir að hafa farið í skimun við komu til landsins fengu þau rauð armbönd á hótelinu sínu, sem sýndu að þau hefðu ekki fengið neikvætt úr sýnatökunni. Þegar í ljós kom að Love væri greindur með veiruna eiga þau að hafa klippt þessi armbönd af sér og flúið, en starfsfólk hótelsins fann armböndin og gerðu lögreglu viðvart.

Gætu átt þungan dóm fyrir höndum

Þau gætu hvort fyrir sig átt yfir höfði sér 18 þúsund punda sekt, sem jafngildir meira en þremur milljónum króna, og eins árs fangelsisvist. Til eru fordæmi um þannig dóma fyrir álíka brot á Barbados sem hefur sloppið ansi vel frá faraldrinum, með einungis 383 tilfelli og sjö dauðsföll frá því hann hófst, en þjóðin er aðeins fámennari en Ísland.

„Einn stór misskilningur“

Því hefur verið haldið fram að sóttkvíin hafi farið illa í parið, og þá sérstaklega Holland. Í yfirlýsingu frá henni segir hún að málið væri „einn stór misskilningur“ og að nú ynnu þau með stjórnvöldum við það að leysa málið.

„Ég hef verið gestur á þessari frábæru eyju oft og mörgum sinnum í bráðum tuttugu ár. Ég myndi aldrei gera neitt sem er skammarlegt fyrir þessa þjóð sem ég virði og elska,“

Zara Holland hefur áður valdið usla. Hún gerði garðinn frægan þegar hún vann titillinn ungfrú Bretland árið 2015, en var svipt titlinum eftir að hún stundaði kynlíf með öðrum keppanda í Love Island-raunveruleikaþættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun