fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

Skriða féll á íbúðabyggð í Noregi – Margir sagðir slasaðir – Gríðarlegur viðbúnaður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 05:31

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór skriða féll nærri miðbæ Ask í Gjerdrum í Noregi um klukkan 4 í nótt að staðartíma. Lögreglan hefur staðfest á Twitter að skriðan hafi lent á mörgum húsum. Um 5.000 manns búa í bænum og um 6.800 í sveitarfélaginu öllu.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni Háskólasjúkrahússins í Osló að margir séu slasaðir. Neyðaráætlun sjúkrahússins hefur verið virkjuð og starfsfólk kallað til starfa. Skurðlæknateymi er tilbúið og verið að undirbúa komu slasaðra.

Á vettvangi í Ask í Gjerdum er nú fjölmennt lögreglulið og annað björgunarlið. Þyrlur eru á vettvangi auk sjúkrabíla og sjálfboðaliða.

„Ástandið er alvarlegt. Við erum með mikinn viðbúnað á svæðinu og reynum að fá yfirsýn yfir umfang skriðunnar og erum að rýma svæðið,“ hefur Norska ríkisútvarpið eftir talsmanni lögreglunnar. Ekki þykir óhætt að fara inn á allt skriðusvæðið vegna hættu á frekari skriðuföllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“
Pressan
Í gær

Kínverjar veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum steinum frá tunglinu

Kínverjar veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum steinum frá tunglinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blóðugur uppruni 1. maí

Blóðugur uppruni 1. maí
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum