fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Leiðtogi Talibana lét eftir sig líftryggingu og fasteignir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. desember 2020 14:00

Akhtar Mansour

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. maí 2016 var Akhtar Mansour, leiðtogi Talibana, drepinn í árás nærri bænum Ahmad Wal í Baluschistan-héraðinu í Pakistan. Auk hans lést ökumaður hans í árásinni. Það voru Bandaríkjamenn sem gerðu árásina með drónum en það staðfesti John Kerry, þáverandi utanríkisráðherra, daginn eftir. Hann sagði að Barack Obama, þáverandi forseti, hefði gefið fyrirskipun um árásina.

Ekki hefur verið skýrt frá því opinberlega hvernig Bandaríkjamönnum tókst að hafa uppi á Mansour og hvernig þeim tókst að forðast pakistanskt ratsjárkerfi. Það eina sem bandarísk yfirvöld hafa sagt er að fylgst hafi verið rafrænt með Mansour.

Pakistanskur dómstóll hefur undanfarnar vikur verið að gera upp dánarbú Mansour. Fram hefur komið að Mansour hafi átt fimm fasteignir í Karachi og að hann hafi verið líftryggður. Allt var þetta skráð á fölsk nöfn og því falla allar eignirnar og líftryggingin pakistanska ríkinu í hlut. Tryggingafélagið þráaðist við að greiða líftrygginguna út og endurgreiddi iðgjaldið til að koma sér hjá greiðslu tryggingarinnar. Það gekk ekki upp og þurfti það á endanum að greiða pakistanska ríkinu alla upphæðina.

Hald var lagt á fasteignirnar fimm og verða þær seldar á uppboði og reiknað með að fyrir þær fáist sem nemur um 30 milljónum íslenskra króna.

Málið hefur beint sjónum fólks að því hvernig það sé hægt að standa fyrir svo umfangsmikilli ólöglegri starfsemi í Pakistan. Mansour var frá Afanistan. Hann er talinn hafa orðið sér úti um fölsuð pakistönsk skilríki í upphafi aldarinnar. Talið er að fasteignirnar fimm í Karachi séu aðeins toppurinn á ísjakanum, enginn veit hvað hann og aðrir leiðtogar Talibana eiga í Pakistan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Í gær

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans