fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Ráðherra í fjölmennum gleðskap sem lögreglan stöðvaði í gærkvöldi – Brot á sóttvarnalögum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. desember 2020 07:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan var kölluð til vegna samkvæmis í útleigðum sal í miðborginni á ellefta tímanum í gærkvöldi. Veitingarekstur í flokki II er í salnum og því átti hann að vera lokaður á þessum tíma að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Enn fremur segir að 40 til 50 gestir hafi verið í salnum, „þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“.

Lögreglan flokkar málið sem brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu og brot á reglum um fjöldasamkomu.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að töluverð ölvun hafi verið í samkvæminu og flestir gestanna hafi haft áfengi við hönd. Enginn þeirra var með andlitsgrímur og segja lögreglumenn, sem voru á vettvangi, að nánast hvergi hafi fjarlægðarmörk verið virt. Þeir sáu aðeins þrjá sprittbrúsa í salnum.

Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og var þeim gerð grein fyrir að skýrsla yrði rituð um málið. Gestunum var vísað út. Flestir þeirra settu upp andlitsgrímu áður en þeir gengu út. Sumir kvöddu með faðmlögum og enn aðrir með kossum. „Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman