fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Fréttir

Eygló var send fárveik heim af bráðadeildinni og daginn eftir var hún látin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 19:25

Eygló Svava Kristjánsdóttir. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á besta aldri, Eygló Svava Kristjánsdóttir, 42 ára, leitaði á bráðadeild Landspítalans seint í mars með skerta meðvitund og slappleika. Einum og hálfum klukkutíma síðar tók vakthafandi læknir ákvörðun um að senda hana heim. Morguninn eftir kom faðir hennar að henni látinni í rúmi hennar.

Fjallað er um mál Eyglóar í kvöldfréttum og Kastljósi á RÚV í kvöld. 

Í niðurstöðu úttektar landlæknis á máli Eyglóar kemur fram að ekki voru gerðar neinar grundvallarrannsóknir á henni, ekki var tekin blóð- eða þvagprufa, ekki gerð lífsmarkamæling og sjúkrasaga hennar var ekki könnuð. Eygló átti alvarlega sögu blóðsýkinga og hafði tvisvar verið lögð inn á sjúkrahús vegna veikinda sinna.

Faðir Eyglóar, Kristján Ingólfsson, gagnrýnir viðbrögð Landspítalans í viðtali við RÚV. Hann segir að spítalinn reyni að skýla sér á baki við álag vegna Covid-19 en ekkert álag hafi verið á deildinni þetta kvöld. Kristján segir:

„Við vitum að það var ekkert álag. Heimsfaraldur hafði engin áhrif þarna þetta kvöld á veru dóttur minnar. Við viljum að það komi skýrt fram. Þetta er jú dóttir mín. Sem mér þótti mjög vænt um. Og ég vil ekki að aðilar komist upp með að vera valdir að andláti hennar. Eins og segir hjá landlækni. Ef það hefði verið verklag eins og á að vera í þessu tilfelli hefði mögulega verið hægt að komast hjá andláti Eyglóar Svövu. Þetta er mat landlæknis. Og það er ekki hægt annað en að einhver beri ábyrgð á því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra
Fréttir
Í gær

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Doktor í frumulíffræði svarar því hversu mörg kynin eru

Doktor í frumulíffræði svarar því hversu mörg kynin eru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla var með eftirlit við heimili Snorra í nótt: Hótað og heimilisfangið opinberað

Lögregla var með eftirlit við heimili Snorra í nótt: Hótað og heimilisfangið opinberað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“