fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ofanflóðasjóður spýtir í lófana á nýju ári – „Leitt að ung stúlka hafi þurfti að grafast undir snjóflóði til þess að koma þessu í gang“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 11:10

mynd/fjardabyggd.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aukinn kraftur hefur verið settur í ofanflóðavarnir í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í janúar á þessu ári. Halldór Halldórsson, fyrrum stjórnarmaður í ofanflóðasjóði hafði gagnrýnt seinagang framkvæmda ofanflóðasjóðs um árabil og að fjármunir sem eyrnamerktir væru uppbyggingu ofanflóðavarna rynnu ekki í málaflokkinn. Halldór fagnar nú auknum krafti í uppbyggingunni.

Ofanflóðasjóður var settur á laggirnar til þess að halda utan um uppbyggingu ofanflóðavarna í kjölfar mannskæðra snjóflóða í janúar og október 1995. Létust 34 í snjóflóðunum.

Til að fjármagna hraðari uppbyggingu ofanflóðavarna var svokallað ofanflóðagjald lagt á allar fasteignir sem greiða brunaiðgjöld í landinu. Undanfarin ár hafa fjárútlát hins opinbera til uppbyggingu ofanflóðavarna aðeins numið á bilinu 45-55% af innheimtu gjaldi. Breyting verður á þessu hér eftir, en allt að 2.7 milljarðar hafa nú verið áætlaðir í fjárhagsáætlun ríkissjóðs næstu 5 árin. Það er meira en innheimt verður á sama tíma.

„Það er ljóst að það er meiri alvara á bakvið framkvæmdir ofanflóðasjóðs,“ segir Halldór í samtali við blaðamann DV. „Það er hins vegar einkar slæmt að hús hafi þurft að fyllast af snjó þannig að næstum því varð manntjón til þess að koma þeirri alvöru að.“

DV ræddi við ofanflóðasérfræðinga bæði fyrir vestan og austan sem sögðu sömu sögu. „Aukinn kraftur er bersýnilega kominn í framkvæmdir ofanflóðasjóðs, en það er afspyrnu sorglegt þurfti enn eitt snjóflóðið til,“ sagði annar viðmælandi DV.

Halldór segir það ánægjulegt að sjá þetta átak loks verða að veruleika. Halldór var ekki endurkjörinn í stjórn ofanflóðasjóðs þar sem hann hafði setið tilnefndur af sveitarfélögum, þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Halldór var áður bæjarstjóri á Ísafirði, sat í hættumatsnefndum og hefur látið sig ofanflóðamál varða í áratugi.

Í stjórn ofanflóðasjóðs eru þau Sigríður Auður Arnardóttir, formaður stjórnar og ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra, Ísólfur Gylfi Pálmason, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og hann Karl Björnsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Í kjölfar flóðsins á Flateyri í janúar á þessu ári varð mikil umræða um hægagang í uppbyggingu ofanflóðavarna og kom þá á daginn að hið opinbera hefði eytt umtalsvert minna í ofanflóðavarnir en það hefði innheimt í gegnum ofanflóðagjald. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í þeim umræðum að það væri alveg skýrt í hans huga að eyrnamerktir skattar af þessu tagi eiga að renna í þá málaflokka sem þeim var ætlað að fjármagna. All flestir stjórnmálamenn úr svo til öllum flokkum létu þá sömu skoðun í ljós.

Þrjú stór verkefni klárast á næstu tveim árum

Í skriflegu svari við fyrirspurn DV til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins segir að svo til öllum óloknum framkvæmdum hafi verið flýtt í kjölfar flóðanna á Flateyri.

Framkvæmdum hafi verið flýtt við gerð varnargarða við Urðir, Hóla og Mýrar á Patreksfirði sem þegar voru komnar af stað og áætlað að ljúki 2023. Einnig var upphafi framkvæmda við krapaflóðavarnir í og við Lambeyrará á Eskifirði flýtt en áætlað er að þeim ljúki 2022.

Þá segir: „Á næsta ári er fyrirhugað að hefja framkvæmdir annars vegar við upptakastoðvirki á Siglufirði  sem áætlað er að taki fjögur ár og hins vegar við varnargarða í norðanverðum Seyðisfirði sem áætlað er að taki fimm ár. Jafnframt er gert ráð fyrir verkefnum annars vegar á Flateyri og hins vegar í sunnanverðum Seyðisfirði en þau hafa ekki verið skilgreind.

Þess má geta að einnig eru í gangi og hafa verið undanfarin tvö ár framkvæmdir við varnargarð undir Urðarbotni í Neskaupstað og er áætlað að þeirri framkvæmd ljúki 2021.“ Á næsta og þar næsta ári verða því ofanflóðavarnir á Neskaupstað, Eskifirði og Patreksfirði kláraðar.

Hvað styrkingu varna á Flateyri varðar er gert ráð fyrir að niðurstaða þeirrar undirbúningsvinnu liggi fyrir síðla vetrar eða í vor, segir í svari ráðuneytisins. Þá er unnið að hönnun varnargarða undir Nes- og Bakkagiljum í Neskaupstað og krapaflóðavarna í og við Grjótá á Eskifirði.

Mati á umhverfisáhrifum er lokið vegna varna við Sigtún á Patreksfirði og Geitárhorn á Tálknafirði, en er hins vegar að hefjast vegna fyrirhugaðra varna neðan Gilsbakkagils og Milligilja á Bíldudal.

Þá er frumathugun í gangi varðandi mögulega varnarkosti neðan Stekkagils á Patreksfirði, endurbætur á Flateyri, sunnanverðum Hnífsdal og í sunnanverðum Seyðisfirði. Áætlað er að ljúka við þá vinnu á árinu 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum