fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Ölvaður maður veittist að starfsfólki – Innbrotsþjófur rekinn á flótta

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 05:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglunnar í verslun í vesturbæ Reykjavíkur. Þar hafði ölvaður og æstur maður veist að starfsfólki. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Í ljós kom að hann hafði einnig stolið vörum úr versluninni. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn eftir að hann skemmdi hraðbanka í miðborginni. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkan fjögur í nótt var reynt að brjótast inn í hús í Bústaðahverfi. Reyndi gerandinn að komast inn um glugga en húsráðandinn hrakti hann á flótta og elti hann en missti af honum. Gerandinn hafði í hótunum við húsráðanda.

Skömmu fyrir klukkan fimm í nótt var tilkynnt um innbrot í verslun í miðborginni. Frekari upplýsingar lágu ekki fyrir þegar þetta er skrifað.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra á átjánda aldursári og var foreldrum hans því tilkynnt um málið sem og barnaverndaryfirvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Í gær

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést
Fréttir
Í gær

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu
Fréttir
Í gær

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu
Fréttir
Í gær

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður