Um klukkan fjögur í nótt var reynt að brjótast inn í hús í Bústaðahverfi. Reyndi gerandinn að komast inn um glugga en húsráðandinn hrakti hann á flótta og elti hann en missti af honum. Gerandinn hafði í hótunum við húsráðanda.
Skömmu fyrir klukkan fimm í nótt var tilkynnt um innbrot í verslun í miðborginni. Frekari upplýsingar lágu ekki fyrir þegar þetta er skrifað.
Tveir ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra á átjánda aldursári og var foreldrum hans því tilkynnt um málið sem og barnaverndaryfirvöldum.