fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Eyjan

Samþykktu nýjan hjálparpakka upp á 900 milljarða dollara

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 06:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar bandaríska þingsins náðu í gær saman um nýjan hjálparpakka upp á um 900 milljarða dollara til að koma landinu í gegnum heimsfaraldur kórónuveirunnar. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni, tilkynnti þetta.

„Að lokum höfum við náð þverpólitískri samstöðu um það sem landið hefur þörf fyrir, sagði McConnell að samningaviðræðum beggja flokka loknum. Ekki liggur enn fyrir hvenær þingið greiðir atkvæði um hjálparpakkann.

Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir að hjálparpakkinn njóti væntanlega það mikils stuðnings í öldungadeildinni og fulltrúadeildinni að hann verði samþykktur. „Loksins getum við flutt bandarískum almenningi góðar fréttir,“ sagði hann.

Ef hjálparpakkinn verður samþykktur verður það í fyrsta sinn síðan í mars að ríkið grípur til aðgerða til að styðja efnahagslífið. Í nýja hjálparpakkanum felst að atvinnulausir fá 300 dollara á viku í fjárhagsstuðning og lítil fyrirtæki fá milljarða dollara í aukalegan stuðning. 25 milljarðar eru ætlaðir til að aðstoða fólk við að greiða húsaleigu ef það á í vandræðum með að standa undir leigunni.

Samningaviðræður hafa staðið yfir á milli Demókrata og Repúblikana mánuðum saman en illa gekk að ná saman. Helstu ágreiningsmálin voru hversu mikið fé ætti að renna til staðaryfirvalda í ríkjum landsins og hversu mikið fyrirtæki og skólar ættu að fá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“