fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Loka fyrir flugumferð frá Bretlandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 06:35

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar frétta af stökkbreyttu afbrigði kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, á Bretlandseyjum hafa mörg Evrópuríki gripið til þess ráðs að loka fyrir flugferðir frá Bretlandi. Ástæðan er að nýja afbrigðið er sagt allt að 70% meira smitandi en þau sem fyrir eru en ekkert hefur komið fram sem bendir til að það geri fólk meira veikt eða sé banvænna.

Nú hafa Danmörk, Holland, Írland, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Ítalía tilkynnt að lokað hafi verið fyrir alla flugumferð frá Bretlandi. Dönsk stjórnvöld voru síðust til að bætast í þennan hóp en Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta á Twitter í nótt. Bann Dana gildir í 48 klukkustundir til að byrja með á meðan farið er yfir stöðuna.

Það er mat danskra stjórnvalda að stökkbreytta afbrigðið, sem hefur breiðst út í Lundúnum og víðar á Englandi, geti gert yfirvöldum erfiðara fyrir við að hafa stjórn á faraldrinum og af þeim sökum verði að banna allt flug frá Bretlandi næstu 48 klukkustundir. Bannið tekur gildi klukkan 10 í dag að dönskum tíma.

Fleiri Evrópuþjóðir íhuga nú að banna allt flug frá Bretlandi, þar á meðal Noregur og Svíþjóð. Frakkar og Belgar hafa einnig bannað allar siglingar frá Bretlandi og Frakkar hafa lokað Ermarsundsgöngunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans