fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Macron undir miklum þrýstingi – Boðar til friðarfundar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. desember 2020 07:45

Emmanuel Macron.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, hefur verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna nýrra öryggislaga og mótmæla gegn þeim. Lögreglan og stjórnleysingjar, sem eru lengst til vinstri í litrófi stjórnmálanna, hafa tekist á um lögin og fleiri hafa einnig tekið þátt í mótmælum og átökum.

Stjórnleysingjarnir, svokallaðir black blocs, eru vel þjálfaðir óróaseggir sem birtast í nær öllum mótmælum. Þeir beita skæruhernaði og eru fljótir að láta sig hverfa af vettvangi. Þeir skilja eftir sig brunna bíla og brotnar rúður í verslunum sem þeir nota jafnframt tækifærið til að stela úr.

En það eru ekki bara nýju öryggislögin sem gera Macron erfitt fyrir því heimsfaraldur kórónuveirunnar tekur einnig á og margt annað sem hann ætlaði sér að ná að gera á kjörtímabilinu en hefur ekki tekist. Ítrekuð og mikil mótmæli blossa upp hvað eftir annað gegn fyrirætlunum hans og hann hefur margoft þurft að bakka með fyrirætlanir sínar.

Vinstrimenn gagnrýna hann fyrir að vilja troða á grundvallarmannréttindum með umdeildu ákvæði í öryggislögunum en því er ætlað að styrkja lögregluna. Hægrimenn saka hann á móti um að hafa misst stjórn á ástandinu og að hann taki ekki nægilega hart á ofbeldisfullum bullum sem gangi um og eyðileggi bíla og byggingar viku eftir viku í París.

Macron hefur nú boðað til fundar í janúar þar sem stjórnmálamenn, lögreglan og almennir borgarar munu ræða um umbætur á lögreglunni. Fundurinn á að byggja brú á milli lögreglunnar og borgaranna. Í bréfi sem hann sendi samtökum lögreglumann sagði hann að það liggi á að koma endurbótum á lögreglunni í framkvæmd.

Eftir fjölmörg hryðjuverk í Frakklandi finnst mörgum það ógnvekjandi að lögreglan ráði ekki við að halda aftur að hópi, frekar fárra, óróaseggja. Þetta þykir ekki lofa góðu um að leyniþjónustustofnanir landsins geti haft eftirlit með þeim mörg þúsund íslamistum sem eru taldir hættulegir.

Samtök lögreglumanna hafa gagnrýnt stjórnmálamenn fyrir að veita lögreglunni ekki nauðsynlegar heimildir. Til dæmis svo hún geti krafið þátttakendur í mótmælum um skilríki við upphaf þeirra. Með því væri hægt að handtaka aðgerðarsinna og stjórnleysingja sem neita að sýna skilríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu