fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Tundurskeyti eytt úti fyrir Sandgerði – Sjáðu myndband

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Tý, eyddi sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði laust fyrir klukkan tvö í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Tundurskeytið kom kom í veiðarfæri togara sem var að veiðum úti fyrir Garðskaga síðdegis í gær en rúmlega 300 kíló af virku dýnamíti voru í hleðslunni.

Áhöfn togarans er sögðu hafa brugðist hárrétt við með því að gera  Landhelgisgæslunni viðvart. Sendir voru sprengjusérfræðingar um borð í skipið í Sandgerðishöfn í gær. Tundurskeytið var híft frá togaranum og dregið hálfan annan kílómetra frá höfninni þar sem því var sökkt á 10 metra dýpi. Í dag vann séraðgerðasveitin og áhöfnin á Tý að undirbúningi eyðingarinnar sem var kraftmikil. Tilkomumikill strókur stóð 30 metra upp í loft eftir að skeytið var sprengt.

Að sögn Landhelgisgæslunnar er þetta eitt öflugasta tundurskeyti sem komið hefur í veiðarfæri íslensks fiskiskips hin síðari ár. Aðgerðin gekk afar vel en ekki þarf að fjölyrða um hættuna sem getur skapast af tundurskeyti sem þessu sem komið er til ára sinna.

Myndband af sprengingunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið
Fréttir
Í gær

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu
Fréttir
Í gær

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“
Fréttir
Í gær

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“