fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Tundurskeyti eytt úti fyrir Sandgerði – Sjáðu myndband

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Tý, eyddi sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði laust fyrir klukkan tvö í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Tundurskeytið kom kom í veiðarfæri togara sem var að veiðum úti fyrir Garðskaga síðdegis í gær en rúmlega 300 kíló af virku dýnamíti voru í hleðslunni.

Áhöfn togarans er sögðu hafa brugðist hárrétt við með því að gera  Landhelgisgæslunni viðvart. Sendir voru sprengjusérfræðingar um borð í skipið í Sandgerðishöfn í gær. Tundurskeytið var híft frá togaranum og dregið hálfan annan kílómetra frá höfninni þar sem því var sökkt á 10 metra dýpi. Í dag vann séraðgerðasveitin og áhöfnin á Tý að undirbúningi eyðingarinnar sem var kraftmikil. Tilkomumikill strókur stóð 30 metra upp í loft eftir að skeytið var sprengt.

Að sögn Landhelgisgæslunnar er þetta eitt öflugasta tundurskeyti sem komið hefur í veiðarfæri íslensks fiskiskips hin síðari ár. Aðgerðin gekk afar vel en ekki þarf að fjölyrða um hættuna sem getur skapast af tundurskeyti sem þessu sem komið er til ára sinna.

Myndband af sprengingunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin