fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Starfsfólk vantar á nær öll háskólasjúkrahúsin í Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 18:31

Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar veldur miklu álagi á sænsk sjúkrahús og er álagið svo mikið að þau eru komin að þolmörkum. Á mörg þeirra vantar einnig mikið af starfsfólki og það á við um sex af tíu háskólasjúkrahúsum landsins.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Mest vantar hjúkrunarfræðinga til starfa. Starfsfólk sjúkrahúsanna hefur ítrekað verið beðið um að vinna aukavinnu og það oft á tíðum mikla.

Öll háskólasjúkrahúsin, nema í Örebro, hafa þurft að ráða afleysingafólk til starfa og fresta fyrirhuguðum aðgerðum. Á háskólasjúkrahúsinu í Uppsala hættu 415 hjúkrunarfræðingar og læknar störfum á fyrstu 10 mánuðum ársins en þetta eru 72 fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Anna Wadenhov, starfsmannastjóri sjúkrahússins, sagði að allir óttist að starfsfólkið geti ekki staðið undir þeirri byrði sem er lögð á heilbrigðiskerfið þessa dagana. „Staðan núna er næstum verri en í vor,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina