fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Svona skiptast milljónirnar 70 frá KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 10:44

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga. Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk.

Stjórnin samþykkti eftirfarandi bókun í þessu sambandi:
Stjórn KSÍ færir stjórnum, starfsfólki, iðkendum, sjálfboðaliðum og öllum þeim sem koma að framgangi knattspyrnunnar þakkir fyrir þrautseigju og mikla vinnu á þeim mánuðum sem Covid-veiran hefur kollvarpað starfsemi og fjárhag félaganna. Nú þegar hyllir undir nýtt ár og vonandi bjartari tíma liggur ljóst fyrir að mikil vinna er framundan við að ná fyrri styrk og umsvifum. Covid-veiran hefur ekki aðeins raskað verulega hefðbundinni starfsemi heldur einnig leitt af sér brottfall iðkenda og höggvið skarð í samstöðu íþróttahreyfingarinnar. Stjórn KSÍ og starfsfólk sambandsins hefur allt frá því samkomubann var fyrirskipað þann 16. mars sl. unnið að hagsmunagæslu fyrir aðildarfélög KSÍ, sem m.a. hafa falist í samskiptum við ríkið um úrræði og framlag til félaga sem hafa þurft að þola verulegt tekjutap. Árangur hefur náðst, en áfram er verk að vinna.

Svona skiptist upphæðin:

Þá hefur stjórn KSÍ samþykkt áskorun um að sveitarfélögin í landinu leggi íþróttahreyfingunni aukið lið m.a. með tilliti til barna- og unglingastarfs og mikilvægi þess í þeirri viðspyrnu sem nauðsynleg er á komandi mánuðum. Er vonast eftir aðgerðum sveitarfélaga í þessu sambandi.

Íþróttahreyfingin bíður nú eftir útfærslu á frekari stuðningi ríkisins.

Skipting úthlutunar KSÍ er framkvæmd á grundvelli reiknilíkans sem notast var við fyrir útgreiðslu sérstaks EM-framlags 2016, HM-framlags 2018 og fyrra framlags KSÍ til félaganna vegna tekjutaps tengt Covid-19 með lítilsháttar lagfæringu. Í því líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög með barna- og unglingastarf og hins vegar félög án þess. Eingöngu félög með virkt barna- og unglingastarf hljóta framlag frá KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina