fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

70% starfsfólks á smitsjúkdómadeild í Malmö er smitað af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 06:55

Heilbrigðisstarfsmaður með kórónuveirusýni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hafi lagst þungt á starfsfólk smitsjúkdómadeildar háskólasjúkrahússins  í Malmö í Svíþjóð. 70% starfsfólksins er smitað af veirunni. Af þessum sökum standa mörg sjúkrarúm tóm því það er einfaldlega ekki nægilega margt starfsfólk til að annast sjúklingana.

Dagens Nyheter skýrir frá þessu. „Þetta sýnir hversu lúmsk þessi veira er og hversu erfitt það er að verjast,“ sagði Johan Tham, yfirlæknir, í samtali við Dagens Nyheter.

Blaðið segir að 38 hjúkrunarfræðingar og 11 læknar hafi greinst með veiruna. Af þessum sökum hefur þurft að flytja sjúklinga á aðrar deildir og þeir sem eru ekki smitaðir þurfa að vinna enn meira dögum saman.

Deildin fær ekki aðstoð frá öðrum deildum sjúkrahússins því ekki er til nægt starfsfólk með nægilega kunnáttu til að vinna á deildinni sem er gjörgæsludeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“