fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

70% starfsfólks á smitsjúkdómadeild í Malmö er smitað af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 06:55

Heilbrigðisstarfsmaður með kórónuveirusýni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hafi lagst þungt á starfsfólk smitsjúkdómadeildar háskólasjúkrahússins  í Malmö í Svíþjóð. 70% starfsfólksins er smitað af veirunni. Af þessum sökum standa mörg sjúkrarúm tóm því það er einfaldlega ekki nægilega margt starfsfólk til að annast sjúklingana.

Dagens Nyheter skýrir frá þessu. „Þetta sýnir hversu lúmsk þessi veira er og hversu erfitt það er að verjast,“ sagði Johan Tham, yfirlæknir, í samtali við Dagens Nyheter.

Blaðið segir að 38 hjúkrunarfræðingar og 11 læknar hafi greinst með veiruna. Af þessum sökum hefur þurft að flytja sjúklinga á aðrar deildir og þeir sem eru ekki smitaðir þurfa að vinna enn meira dögum saman.

Deildin fær ekki aðstoð frá öðrum deildum sjúkrahússins því ekki er til nægt starfsfólk með nægilega kunnáttu til að vinna á deildinni sem er gjörgæsludeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hera úr leik
Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða